Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 50
240
JÖRÐ
Hins vegar var það, að þá er ég hafði áttað mig nokkuð, hug-
leitt vandlega þann veruleika, sem þarna gein við veröld allri,
þá varð mér ærið myrkt fyrir augum. Mér virtist það sem sé
fljótlega auðsætt, að slíkir samningar hefðu ekki verið gerðir
án þess að þeir væru miðaðir við framtíðina og að hvor aðili
treysti hinum. Einkum virtist mér það augljóst, að Stalin
treysti Hitler, því að ella liefði það verið ærið gálauslegt að
sleppa honum jafnlangt austur á bóginn eins og Stalin gerði —
og ráðast um leið á Finna, hafandi þá skoðun á Bretlandi
Chamberlains, sem hann mun þá hafa haft — og vitandi Rúss-
land ekki betur búið til ófriðar en það þá var. Mér kom það
svo á óvart, að Rússar skyldu ekki taka herskildi Rúmeníu,
Búlgaríu og Dardanellasund, og gat ég ekki séð til þess aðra
ástæðu en þá, að Hitler mundi ekki hafa viljað leyfa slíkt og
væri ekki Rússum eins þægur ljár í þúfu og ég hafði búizt
við að hann hefði reynzt þeim, við samningaborðið. Og þá er
Hitler fór herskildi um júgóslafíu og Balkanskaga, þótti mér
sýnt, að hann mundi ekki á eftir telja sig geta snúið sér óhultur
til æsisóknar í Norður-Afríku, Litlu-Asíu og gegn Bretlandi.
Því var það, að ég hélt því fram í gre.in, sem ég skrifaði í maí-
mánuði 1941, að það mundi verða fyrsta verk Hitlers eftir
Balkansigurinn, að ráðast á Rússa.
Og hvað sem leið heilabrotum mínum um samninga þeirra
Hitlers og Stalins, þóttist ég engan veginn viss um, hve samn-
ingarnir hefðu verið víðtækir eða af hve miklum heilindum
þeir hefðu verið gerðir. En þá er ég las grein Harry Hopkins,
einkafulltrúa Roosevelts, um för hans til Moskvu til fundar
við Stalin, þóttist ég ekki þurfa frekar vitnanna við um það,
að ég hefði haft rétt fyrir mér, þá er ég taldi, að einræðisherr-
arnir hefðu gert víðtæka samninga um samstöðu og valdaskipt-
ingu árið 1939 og í fyllsta trausti af Stalins hálfu. Grein Hop-
kins birtist í desember 1941 í American Magasin, en ég sá hana
ekki fyrr en árið 1943. Svo rakst ég aftur á hana í september-
hefti JARÐAR 1945 í þýðingu ritstjórans, og það, sem ég hef
hér eftir Hopkins, er tekið orðrétt úr þýðingu ritstjóra
JARÐAR. Þar segir svo á bls. 194—195:
„Vér Rússar skulum vinna Jiessa styrjöld," sagði Stalin og