Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 142
332
JÖRÐ
Ólafur Jóhann hefur meira vald á máli og stíl en Ingólfur
Kristjánsson, en Ingólfur er auðsjáanlega liugkvæmari, sér víð-
ar söguefni og virðist ekki líklegur til að einhæfa sig um ol.
Hann er mjög laus við tilgerð og leitast alls ekki við að gera
okkur rykaða með því að ausa í okkur spekihristingi. Og þó að
hann sé engan veginn nægilega viss á vinnubrögðin, þegar hann
ætlar að forma sögu, þá virðist hann þó vera á góðri leið með
að læra á því liagleg tök. Sögur eins og Helvízkur hrafninn og
Heit mitt við forsetann — og ennfremur Hross i haga — eru
þannig, að ég hygg, að flestum finnist það spá ekki lakar fyrir
Ingólfi en spéspeglar fyrir sumum öðrum.
I DÆLAMÝRUM OG AÐRAR SÖGUR heitir allstór bók
eftir Helga Valtýsson, sumt skáldsögur, annað mjög ljóð-
rænn skáldskapur í óbundnu máli — og nokkrar frásagnir úr
ferðalögum og starfi höfundarins við blaðamennsku í Noregi.
Hvaðeina í bókinni vitnar um ást höfundar á öllu fögru, um
drengskap hans og um djarfan og ungan hug. Helgi lagði
alLmikla stund á Ijóðagerð á æskuárum sínum, og var hann
efnilegt ljóðskáld, kvæði lians ýmis hressileg — í þeim fjör og
þróttur. Margt af hinum ljóðræna skáldskap í óbundnú máli,
sem birtur er í þessari bók, er fegurra en flest hinna órímuðu
Ijóða, sem nú eru birt — og jafna ég þó einungis til þess, sem
skáldfífl og ljóðgálur hafa ekki kveðið. Frásagnirnar eru
skemmtilegar og vel skri-faðar, og sagan Á Dœlamýrum, að frá-
dregnum viðbætinum, sem mér virðist ofaukið — er fögur
skáldskaparleg heild og hefði gjarnan mátt koma út sér í sér-
lega fallegri útgáfu.
LIFENDUR OG DAUÐIR er smásagnasafn, sem nýr höf-
undur, Kristján Bender, hefur skrifað. Safn þetta er at-
liyglisvert, því að allar sögurnar benda til þess, að höfundurinn
liafi auga fyrir ýmsu, sem er í frásögur færandi og draga má af
ályktanir, er bregða Ijósi yfir eitthvað í sálarlífi manna og sýnir
sambönd orsaka og afleiðinga, þar sem virzt gæti í fljótu bragði
erfitt að koma auga á slíkt. Ennfremur eru ýmsar af sögunum
greinilegur vottur þess, að Bender kann orðið allgott lag á