Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 183
JÖRÐ
373
Ég fyllist fögnuði vorsins
og friðarins milda blæ.
Helga þú, vornótt, helga þú
mitt liafrafræ.
Það liefur að vísu áður borið við, að skáld kvæðu unr sveita-
líf og sveitasælu, en viðhorf þeirra flestra voru önnur en Guð-
mundar Inga. Honum hefur verið líkt við Eggert Ólafsson —
og margt er gott í Búnaðarbálki, — en ekki get ég gert mikið
úr skyldleika þeirra, enda er Guðmundur meira skáld en Egg-
ert, sannari og einlægari. Yfirleitt eru einlægni og einfald-
leiki, — stundum hreint og beint sancta simplicitas! — auð-
kenni á ljóðum lians. Þau eru vel kveðin, létt og lipur; orða-
lagið hversdagslegt, eins og yrkisefnin. En jafnframt eru þau
svo friunleg og sérstæð, að jafnvel smekkleysurnar hefjast í
æðra veldi! Og þau leyna á sér, þau eru meiri en þau sýnast
í fyrstu. Af þeim verður að vísu ekki ráðið, að höf. sé neinn
spekingur að viti; en liann syngur í gleði sinni um það, sem
hann þekkir og elskar; hann syngur af innri þörf og köllun
og syngur vel!
Heyrðu, veiztu, hvað það er,
hvítum upp úr snænum,
sem á lofti hefur hér
hóp af blöðum grænum,
stendur þar í þéttri röð?
— Það eru nokkur grænkálsblöð,
bezta kál á bænum.
Þetta er úr kvæðinu um grænkálið. Og um gimbrarnar sínar
kveður hann:
r~--------------------------------------------------------------------
Guðmundur Ingi Kristjdnsson er fteddur að Kirkjubóli i Onundar-
firði 15. Janúar 1907. Hefur gengið i liéraðsskóla og verið i stjórn ung-
mennafélags og ungmennafélagssambands, kaupfélags búnaðarfélags;
hrepps- og skólanefndarmaður; farkennari, bóndi d Kirkjubóli og ketin-
ari d. Núpi i Dýrafirði.
'k--------------------------------------------------------------------J