Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 76
266
JÖRÐ
is af honum. Hann hefur ekkert tilkomumikið eða mikilfeng-
legt til að bera. Ég sá hann einu sinni í vinnustofu hans í
Kreml. En hefði það verið einhvers staðar annars staðar og
hann ekki verið í einkennisbúningi, efast ég um að ég hefði
þekkt hann. Hann ber greinileg ellimörk, hárið er orðið grátt
og farið að þynnast í hvirflinum. Andlitið er gulbleikt, hrukk-
ótt og bólugrafið. Augnaráðið er nístandi, nefið breitt og yfir-
skeggið flekkótt af tóbaki. Hann er þreytulegur á svipinn, hef-
ur dökka bauga undir augunum og skinnið liggur í fellingum
aftan á hálsinum. Hann er siginaxla og vaggar eins og önd, þeg-
ar hann gengur. Hann er um það bil hundrað og sjötíu sentí-
metra hár og svo bringumjór, að klæðskerinn verður að troða
út treyjum hans.
Það er sagt að hann sé fótaveikur — liann kól á þeim í útlegð-
inni í Síberíu — og það verður að gera á hann skó og stígvél eft-
ir máli. En hann er gáfaður, hefur óbilandi þrek, víðtæka póli-
tíska þekkingu og mikla reynslu.
En enginn skyldi ætla, að einn rnaður geti kynnt sér til hlít-
ar öll þau margvíslegu málefni, sem koma í verkahring Stal-
ins. Hann hefur marga opinbera umboðsmenn. Hann hefur á
að skipa bezta starfsliði Rússlands í ráðuneyti sínu. Skrifstofu-
stjórinn heitir Poskrebychev, sköllóttur maður, sem lítur út
eins og hann fái aldrei að sofa. Sennilega er hann sá maður í
Rússlandi, sem bezt þekkir Stalin, og auk þess mun hann vera
kunnugastur öllum hnútum í Stjórnmálaráðinu. Hann er með-
limur í innsta hring flokksins og hefur nýlega fengið hershöfð-
ingjanafnbót.
Á hverjum morgni fær Stalin skýrslu um ástandið í iðnaðar-
og búnaðarmálum. Engir aðrir en meðlimir Stjórnmálaráðsins
liafa aðgang að öllum réttum hagfræðitölum (yfirmaður hverrar
deildar þekkir aðeins þær tölur, er snerta hans eigið umráða-
svæði). Stalin er allt í senn: aðalritari innsta hrings flokksins,
meðlimur Stjórnmálaráðsins og skipulagsdeildar flokksins,með-
limur æðsta ráðsins, landvarnarráðherra, forseti í Ráðstjórninni
og marskálkur í Rauða hernum. Honum berast því skýrslur frá
fjármálaráðuneytinu og frá stjórnardeildinni, sem fjallar um
öryggi ríkisins og frá öryggislögreglunni, sem kannar hug fólks-