Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 43
JÖRÐ
233
því, hve Rússland var bóksnautt fyrir, þar sem allur. þorri
manna var ekki læs, gættu ekki þess, að þar hafði flest verið á
frumstígi um verklega tækni og félagslegar framfarir — og enn-
þá síður hins, hve mörgum sinnum þegnar Ráðstjórnarinnar
voru fleiri en við Jslendingar. Nú munu þegnar Moskvuvalds-
ins — þar ekki tekið tillil til leppríkjanna — vera að minnsta
kosti 1600 sinnum fleiri en við. Ef við kaupum 25 togara, væri
tilsvarandi fjöldi lijá Rússum 40 þúsund togarar, — og þegar
skáldsaga er prentuð hér í rúmlega þrjú þúsund eintökum, þá
svarar það til 5 milljón eintaka í Rússlandi. En allra sízt gættu
menn þess, að stórstígar framkvæmdir eru ekki nein sönnun
fyrir Jdví, að stefnt sé að þjóðfélagslegu réttlæti —• að frelsi, jöfn-
uði og vellíðan allra. Loks var það sögð hreinasta lygi, hverjar
fórnir voru færðar til þess að koma því fram, sem rússneska
stjórnin vildi. En hvað skyldu íslenzkir kommúnistar hafa sagt,
hefði íslenzk andkommúnistísk stjórn ákveðið að láta á fjórða
þúsund manns í sveitum landsins deyja úr hungri, meðan verið
væri að koma í nýtízkuform öllum framleiðsluliáttum landbún-
aðarins? — en 3125 sveitamenn er jafnhá tala hér og 5 milljónir
í Rússlandi, og þær um tíu milljónir verkamanna í Eússlandi,
sem voru látnir vinna álíka langan vinnutíma og við svipaða
aðbúð og galeiðuþrælar í vetrarkuldunum við íshaf og í
óhollustulofti fenjaskóga í Austurlöndum og ýmist dóu eða
biðu tjón á heilsu sinni, svara til 6250 íslenzkra verkamanna.
Nú dettur ekki einu sinni upplýstum kommúnistaforsprökkum
erlendis í hug að neita því, að slíkar fórnir hafi verið færðar í
Rússlandi — og Vesturlandaforsprakkar Kommúnista telja auð-
vitað, að rússnesk stjórnarvöld hafi farið laukrétt að ráði sínu,
þá er þau færðu þessar mannfórnir.
Að sjálfsögðu hefði ekki verið unnt að gera Rússland að goð-
heimum í augum fjölmargra út um heim, ef járntjaldsins hefði
ekki notið við. Það gerir hvort tveggja í senn: tryggir rússnesku
stjórninni, að unnt er að láta allan þorra manna í Rússlandi
halda, að hvergi sé annað eins frelsi og vellíðan ríkjandi eins og
þar — og kemur í veg fyrir, að goðsögnin verði að hlálegri og þó
hörmulegri lygasögu í vitund alls þorra manna utan Rússlands.
Það er vitanlegt, að hinir bölmóðu náttúrukommúnistar, sem