Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 114
304
JÖKÐ
um og eftir litla stund kom ung kona út. Hún var ljós á liár og
hörund og klædd á þann veg er almennt var um síðustu alda-
mót: í sítt vaðmálspils, brúna „dagtreyju“, með prjónaða þri-
hyrnu vafða um brjóst og axlir. Fáorð var hún og feimnisleg,
en kurteis vel og bauð af sér góðan þokka. Þegar ég heilsaði
henni, roðnaði hún og rétti mér höndina. „Vertu velkominn,"
sagði hún. „Hver er maðurinn? “ — Það var eitthvað í rödd
liennar, sem minnti á rökkur yfir þögulli auðn.
Ég sagði henni deili á mér, livað ég héti, hvaðan ég kæmi, og
hvert erindi mitt væri. Svo spurði ég hana, hvort ég gæti fengið
að vera þarna á bænum í nokkra daga? Hún var auðsjáanlega
mjög í vafa um hverju svara skyldi, svo ég flýtti mér að bæta
því við, að auðvitað myndi ég borga fyrir mig það, sem upp
væri sett. En þá rétti hún úr sér og leit talsvert þóttalega á mig.
„Við erum ekki vön að selja greiða hérna!“ sagði hún.
„Jæja þá,“ varð mér að orði; ég bjóst til að kveðja og fara.
„Afsakið mig frú. Gamalt máltæki segir, að enginn hafi á spurn-
inni. Verið þér sælar!“
Þá brosti hún eilítið. — „Við erum fátæk og höfum lítið að
bjóða langferðamönnum," mælti Iitin kyrrlátlega. „En við höf-
um aldrei Iagt í vana okkar að úthýsa fólki. “ — Hún þagði
nokkur augnablik, svo bætti hún við: „Það er hérna dálítið
kames í frambænum. Ef þú getur gert þér það að góðu, þá er
þér velkomið að vera þar, eins lengi og þú vilt. Hér er ekki
stóru að tjalda, en algengan sveitamat get ég framreitt fyrir
Þig;"
Ég þakkaði þetta höfðinglega boð, og bað afsökunar á ónæð-
inu, sem ég mundi gera. Konan brosti lítillega, en svaraði engu.
Svo bauð hún mér inn.
Herbergið var ágætt, mjög lítið að vísu, en þrifalega umgeng-
ið. Óþarfi er að geta þess, að allur viðurgerningur var því líkur,
sem ég væri hinn glataði sonur, nýkominn heim. Mér leið vel á
allan handa máta, en margt var þó þarna öðruvísi, en ég hafði
átt að venjast. Stundum spurði ég sjálfan mig, hvort ég hefði
ekki í raun og veru villzt til huldufólks, svo kynlegt fannst mér
viðmót og framkoma þeirra manna, er ég hitti. Þó vandist ég
þessu furðu fljótt og kunni því dável. Mér lærðist að vera fá-