Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 111
JÖRÐ
301
afgreiðslu, útflutningsleyfi og flutningi. í vetur fékkst livorki
innlent smér né innflutt smér í Reykjavík, og smérlíkisverk-
smiðjurnar fengu heldur ekki efni til þess að búa til smérlíki.
Þær fá leyfin með vorinu, þegar smérframleiðslan innanlands
fer að aukast. Efni í hreinlætisvörur fékkst ekki og horfði um
tíma til vandræða með að geta haldið við nauðsynlegu hrein-
læti í bænum, svo að rætt var um að flytja inn erlent þvotta-
efni, en það var líka erfitt að fá. Leyfisveitingar fyrir efni í stál-
tunnur höfðu verið dregnar svo á langinn, að síldarbræðslu
varð að hætta í vetur á Akranesi vegna tunnuleysis, og svona
mætti lengi telja. Flestar verksmiðjur og fjöldi iðnaðarmanna
liafa verið verklausir seinnipart vetrarins vegna efnisleysis.
Skipulagið er orðið svo mikið, að úr því er orðið skipulagsleysi.
Atvinnuvegirnir eru að stöðvast í stað þess að eflast.
Vonandi er þetta þó aðeins millibilsástand, á meðan jafn-
vægi er að komast á milli eðlilegra framkvæmda og hæfilegrar
dreifingar vinnuaflsins, og er þá vel farið. En innflutningsyfir-
völdin verða að gæta þess, að veita leyfin svo snemma, og svo
jafndreifið á árið, að sumarvinna tefjist ekki þeirra vegna og
að allt nauðsvnlegt efni til hvers verks fáist í tæka tíð, svo að
efnisleysi valdi ekki óþarfa töfum og aukakostnaði.
Það er stórt mál fyrir íslenzku þjóðina í heild, hvernig búið
er að iðnaðinum. Þess verður að gæta vel, að sú skipulagning,
sem nú er verið að framkvæma til þess að reyna að koma jafn-
vægi í þjóðarbúskapinn, verði ekki hengingaról fyrir neinn af
atvinnuvegum landsins, og þá ekki heldur fyrir iðnaðinn, sem
er meginstoð undir öruggan grundvöll að gjaldeyrislegri af-
komu og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.
ARGIR HAFA látið orð falla um það, að óþarfi væri að
iVl reisa stórt og gott hús fyrir iðiiskóla. í Reykjavík. Það
hefur þó verið talið nauðsynlegt og sjálfsagt að hafa stór og góð
hús fyrir barnaskólana. Og fyrir unglingana, gagnfræðamennt-
unina, er verið að reisa vandað stórhýsi í Reykjavík. En iðn-
nemarnir, þeir geta kúldast í sínu gamla timburhúsi, án alls
aðbúnaðar.
Húsið, sem nú er notað, er frá 1906, vandað hús í þá daga,
en úr sér gengið nú, meðal annars vegna óeðlilegrar áníðslu
L