Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 106
296
JÖRÐ
lialdsvélar og önnur tæki, af því þau eru ekki gerð í landinu
sjálfu.
En þrátt fyrir slíkar raddir um, að iðnaður eigi ekki tilveru-
rétt á íslandi, og tregðu íslendinga gagnvart innlendri iðnað-
arframleiðslu og iðnaðarvinnu, hafa einstaklingar, bæjarfélög
og ríki á seinni árum, reist fjölda nýtízku iðnaðarfyrirtækja, og
lagt í það mikið fé. Við erum Jrví á réttri leið og verðum að
halda áfram á henni. En hvernig á að hagnýta Jressi tæki og
halda þeim við, ef ekki er til iðnaðarstétt i landinu? Fiskveiðar
Iiafa brugðist og geta brugðist ennjrá. Markaður fyrir sjávar-
afurðir getur brugðist og atvinna við sjóinn orðið rýr. Af-
koman í sveitum landsins getur einnig brugðist, meðan búskap-
arlag okkar er óbreytt, bæði vegna óþurrka og búfjársjúkdóma.
Er Jrá hyggilegt að hafa ekkert skjól í að leita, þegar í nauðir
rekur? Hyggnir atorkumenn hafa fjöljrættan atvinnurekstur,
svo að sumir þættirnir haldi Jrótt aðrir bregðist. Vitur Jrjóð
gerir slíkt hið sama.
f FYRRNEFNDRI GREIN Páls S. Pálssonar, segir meðal
1 annars:
,,TaIið er að starfandi handiðnaðar- og verksmiðjufyrirtæki
á öllu landinu árið 1944 hafi verið 1435 og að unnar hafi verið
hjá þeim fyirtækjum um 440.000 vinnuvikur Jrað árið. Varlega
áætlað munu Jrví greidd vinnulaun í iðnaði árið 1944 hafa
numið um 130 miljónum króna.
Þegar svara skal spurningunni um }>að, liver sé hlutur iðnað-
arins í íslenzkum Jjjóðarbúskap, mætti svarið í fáum orðum
gjarnan vera á Jressa leið: íslenzkt atvinnulíf byggir að veru-
legu leyti velferð sína á iðnaði. Þessi iðnaður gegnir tvenns-
konar hlutverki. Annarsvegar að vinna úr íslenzkum hrávör-
um markaðshæfa vöru til útflutnings, og hinsvegar að framleiða
vörur úr innlendum og aðfluttum efnutn til sölu innan lands.
Hið fyrrnefnda aflar landinu erlends gjaldeyris til kaupa á
nauðsynjavörum, sem ekki eru framleiddar hérlendis. Hin
síðarnefnda tegund iðnaðarins sparar landinu erlendan gjald-
eyri, með }>ví að framleiða vörur, sem að öðrum kosti hefði orð-
ið að kaupa erlendis frá.