Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 129
JÖRÐ
319
sæl, að hún liafi selzt geipimikið. Þegar ég hafði náð í fyrra
bindið, las ég nokkrar fremstu blaðsíðurnar og fannst fátt um
— þótti heldur ófimleg og lítt eftirtektarverð byrjun þessarar
stóru sögu. Og svo sagði ég þá við sjálfan mig: Þú skalt geyma
að lesa þetta þangað til sagan er öll komin út. Ég hné að þessu
ráði, las ekki fyrra bindið fyrr en ég var búinn að fá það seinna.
Eg var búinn að heyra um vinsældir sögunnar, og bjóst ég því
við, að þetta mundi vera hálfgildings reyfari, því að ekki voru
svo sem blöðin fyllt af ritdómum um þessa sögu — og svo hugði
ég líka, að þarna væri talsvert af væminni tilfinningasúpu og
falsaðri hágöfgi.... En þó að mér færi í fyrstu við lestur sög-
unnar eins og þegar ég byrjaði á henni í hittiðfyrra, virtust
tökin heldur ófimleg og stíllinn óhrjálegur og þó flatneskju-
legur — já, og meira að segja var ekki grunlaus um, að per-
sónurnar reyndust úrklippur úr sögum eldri höfunda — þá
fóru svo leikar, fyrr en síðar, að ég mátti viðurkenna, að allt
mitt hald og hugboð varð sér til skammar. Og vel var.
Sagan gerist í sveit á Norðurlandi, og það er síður en svo,
að hún sé neinn reyfari. Þar gerast hversdagslegir atburðir. en
þar fyrir mikils ráðandi um líf þeirra, sem við þá eru riðnir.
Og sagan morar af fólki, sem er yfirleitt — svo sem það er orðað
— eins og fólk flest, en skáldkonunni tekst þó að gæða sérkenn-
um, svo að hver einstaklingur verður skýr og ýmsir þeirra furðu
minnisstæðir. Fólkið er allt gallað, en á einnig allt sína kosti
— og skáldkonan er blessunarlega laus við fordóma, — og svo
hispurslaus, að lienni dettur ekki í hug að stinga undir stól
neinu því, sem ýmsum þeim konum, er sögur hafa skrifað hér á
íslandi, mundi ekki þykja nógu fínt til þess að þær gætu verið
þekktar fyrir að láta nokkurn mann vita — nema þá í einrúmi
— að þær kynnu á því hin minnstu sk.il. Sem dæmi um glögg-
skyggni skáldkonunnar og hæfileika til að sérkenna, án þess
að fara út í öfgar, vil ég benda á, hve ljóslega og eðlilega kemur
fram munurinn á kotungunum úti á ströndinni og fólkinu inni
í dölunum — munur, sem getur valdið allmiklu í samskiptum
fólksins, þó að hann sé auðvitað ekki verulegur, þegar inn að
beininu kemur. Málið á bókinni er yfirleitt gott, þó að nokkuð
skorti stundum á rökvísi um samhengi setninga — og ekki sé