Jörð - 01.06.1948, Blaðsíða 177
JÖRÐ
367
Steins Steinsens á Hofi, dags. 4. nóv. 1862. Síra Steinn vígðist
þetta sama ár. Hann var faðir Halldórs Steinssonar læknis og
þeirra systkina. Páll var þá nýlega flnttur að Höfða á Völlum —
er góðvinur hans, Gísli Hjálmarsson, flutti þaðan. Minnist
hann þeirra hjóna og dóttur þeirra með miklum söknuði. í
þessu bréfi er ýmislegt, sem mér var ekki kunnugt áður, t. d.
það, að Páll var um tírna settur sýslumaður og þurfti þá í lag-
anna nafni að láta framkvæma hýðingu. Kemur þó bert fram, •
að slíkt verk var ekki að skapi hins setta sýslumanns. — Bréf
þetta, sem Björn á Rangá hefur gefið Minjasafni Austurlands,
var rheð eiginhendi Páls Ólafssonar, og hafði verið í eigu Þór-
unnar systur Björns — sem nú er nýlátin. Móðir þeirra systkina
var í vist hjá Páli — og hefur hann vafalaust gefið lienni þetta
afrit af bréfinu. Það var hún, sem varð fyrir svörum, þegar Páll
orti vísuna „Ekki tala málið mælt“ — sent ég hafði yfir áðan.
1"ÆJA — þá erum við stödd á Völlum um 1862 — og Páll setzt-
Aungva sfðan frétt ég fékk
ferðum með, né línum
frá þér, hvernig ferðin gekk,
né fylgdarmanni þínum.
Þú skyldir ekki skrifa mér
með skrifaranum mínum,
í stuttu máli, eins og er,
allt af ferðum þínum!
Ég vildi fá að vita það —
vígðistu ekki, maður?
Ertu giftur? Eða hvað?
Ertu trúlofaður?
Það er skýlaus skylda þín,
það skal ég geta sannað:
að láta berast bréf til mín,
bæði um það og annað.
Varla gaztu vænzt af mér
ég vildi út í bláinn
yrkja, og senda á eftir þér,
ef þú værir dáinn....
ur við að skrifa síra Steini
Nú er ráð að byrja bréf
og bera sig að ríma,
því að lofað þér ég hef
þessu, einhverntíma.
Það er helzt í minni mér,
við munum hafa staðið
þar, sem stóru stönginni er
stungið o’ní hlaðið.
Þú skalt njóta þess hjá mér,
þó með fáum línum,
skal ég flagga fyrir þér
ferhendunum mínum.
Eg skal verða ekki seinn
og yrkja betur vonum
— ef þú þegir, eins og steinn,
yfir hortittonum.
Margt er á að minnast nú,
— manstu daginn langa,
á Ketilsstöðum, þegar þú
þreyttir — undan Manga.