Eimreiðin - 01.10.1923, Side 15
eimreiðin
VILHJALMUR MORRIS
271
»Ef vér æílum að prýða stofur vorar eða hús, verður eitt-
hvað fagurt úti á víðagangi að hafa vakið eftirtekt vora og
aðdáun svo orðið hafi svo fast í minni voru, að vér getum
sýnt það öðrum fyrir áðstoð og lögmál listarinnar; þá dáðst
aðrir að hinu sama og vér. En sé manni þetta ofvaxið, verða
uppdrættir vorir að litlu öðru liði en því, að þil eða bil verða
ekki auð og tóm. Ef vér unnum listinni ættum vér ekki að
Prýða veggina einungis fyrir siðasakir, heldur strjúka hvítu
kalki (séu það steinveggir) yfir þá, svo sól og skuggi megi
t>ar í næði leika sér, enda má húsbúnaðurinn mikið bæta úr
skák, sé hann snotur, samrænn, og honum svo þægilega fyrir-
komið, að stofan heilsi oss með hýrusvip«.
Morris dáðist alla æfi að munkaletrinu og þeirri miðaldalist.
Lærði hann til fulls þann rithátt og dráttlistarstíl, og þótt hann
þjóðhagi væri, var hann lengi að læra þá íþrótt, enda er hún
afar-vandlærð. Með því letri ritaði hann mörg stór bindi og
Prýddi stafrósum, sem heita mega furðuverk, svo vel og hug-
vitsamlega er það skrifað. Hvernig M. komst yfir öll þess
^onar störf — auk alls annars — er einungis skiljanlegt af
tvennu: Því, að hann var hamhleypa til starfa, og hinu, að
hann kunni vel að drýgja sér tímann.
Því skal hér við bætt, að áður en Morris hafði stofnað
fabriku sína og flutt í »Rauða húsið«, hafði hann kvongast
°2 stofnað heimili. Kona M. var bæði fríð og höfðingleg. Um
þær mundir og svo alla tíð meðan þau bjuggu í Upton, lék
flest í lyndi fyrir Morris.
Auk hins venjulega »hveitibrauðsdaga« ferðalags, brá hann
sór við og við yfir Ermarsund til að dáðst að kirkjunum og
landsprýðinni í Normandí eða listasöfnunum í París. Síðar
fór hann alt suður á Ítalíu. Sem heimilisfaðir var M. hinn
allra besti; þau hjón áttu tvær dætur, er voru efnilegar og
Yndi hússins og gesta þeirra hjóna. En nákomnusfu gestirnir
voru þeir, sem áður hafa verið nefndir: Rossetti, Burne ]ones,
svo og málarinn Madox Brown, Faulkner, skáldið Swinburne
°9 (síðar) Eiríkur Magnússon. Frú Morris og aðrar konur
þeirra félaga studdu vel og skörulega að listaiðnaðinum með
hannyrðum og kennslu eftir reglum hinna ungu listamanna.