Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 17
eimreiðin
VILHjALMUR MORRIS
273
Hjá oss er Grímur Thomsen hið eina dæmið, sem skýrir
fyrir oss skáldskap Morrisar eða hina þjóðlegu þýðing hans.
Að fara vel með fornsögur og sagnir kunna einungis útvaldir.
Tennyson orti líka mörg kvæði um fornmenn, og orti með
mikilli list, en söguljóð M. eru miklu nær alþýðu hæfi og —
íslenskri sagnalist. Og þó er ekki með þessu sagt, að oss
Islendingum mundi falla að því skapi vel í geð kveðskapur
Morrisar sem hann lætur vel í enskum eyrum. 011 þjóðleg
list á djúpar og fínar rætur og verður ekki flutt landa á milli
svo ekki dofni eða breytist. Hið skemtilegasta, sem vér horf-
um á, heyrum eða lesum, er oftast nær fætt og fóstrað á
eigin landi voru. Islenskar sögur, fornkviður og fræði hrífa
og heilla sjaldan útlenda menn eins og oss sjálfa, þótt mestu
muni hverjir þýða.
En snúum oss nú að mesta stórvirki Morrisar í ljóðum:
Kvæðabálkum þeim, er hann kallaði »]arðneska Paradís* (The
earthly Paradise). Hana, þetta risaverk, samdi hann alla á fá-
um árum fyrir 1870 og var þá hálEfertugur að aldri. Þar
er með sönnum miðalda hagleik saman færðir og settir fram
í tvíhendu bragliðum sagnbálkar hinna ýmsu þjóða, ýmist hins
gamla grískrómverska heims eða Vestur- og Norður-Evrópu-
landa alt fram að 14. öld. Þá lætur skáldið bálkana (c: sagn-
irnar) renna saman í einskonar sagnamót eða einn Sónar-sá.
En þær umbúðir eru listaverk fyrir sig. Hinni »]arðn. Para-
dís« skiftir hann í 24 fiokka eða kviður, og urðu þó fjórar
eftir, og ein þeirra »]ason með gullreifið® varð heil bók sér
og prentuð 1867. Umbúðirnar eða samband sagnanna er þetta:
Höf. fann drög til, að »klassiskar« sagnir, goðsögur, hetju-
sögur og æfintýri hefðu geymst í minnum manna og ritum
fram á síðustu miðaldir, sömuleiðis sagnir Vestur- og Norður-
landa Evrópu. Þá hugsar hann sér, að nokkrir fardrengir frá
ýmsum löndum hittist á gleymdri eyju úti í umsænum ein-
hversstaðar. Þar setjast allir þessir farmenn að og taka að
skemta hver öðrum með sögum; segir svo hver, sem viðlát-
inn er, frá fræðum sinnar þjóðar. Á þeirri eyju þóttist skáldið
ennfremur geta hugsað sér að búið hefðu niðjar Norð-
manna og íslendinga frá því þeir fundu Vínland hið góða.
Og enn kvaðst hann hafa mátt hugsa sér, að þar hefðu mæst
18