Eimreiðin - 01.10.1923, Side 21
eimreiðin
VILHJÁLMUR MORRIS
277
stíl né málskrúði (rhetorik). Þó hafa hrifið niig í seinni tíð
framar öllu öðru íslendingasögurnar og »Þjóðkvæðin frá landa-
merkjunumc (Border Ballads)«. Segist hann þá (1868) þegar
hafa þýtt ýmislegt úr íslensku, dálítið úr fornfrönsku og Bjóv-
úlf úr Engilsaxnesku, »og þá kviðu finnst mér mjög svo
mikið til um«.
Af þessu má skilja, að skáldið var enn viðvaningur í þekk-
ingu á bókmentum vorurn. Og að tími hafi verið til kominn
fyrir M. að skifta um fyrirmyndir og yrkisefni, sýnir lítil gletn-
isgrein eftir »smellinn ritdómara«. Hún hljóðar svo: »Morris
dreymir draum um nokkra farmenn frá Noregi, sem dreymir
draum um Gregorius, sem dreymir um einhvern enn annan,
sem líka dreymir, að það sé hann sjálfur. Og þennan tvíleita
]anus draumamann dreymir enn þá annan draumamann, sem
hjari tveggja heima á milli . . .«. Ur hinu lakara miðalda
moldviðri björguðu svo vorar bókmentir skáldinu, »og sótti
þó oftlega aftur í sama horfið«, segir æfisöguhöf., »einkum
þó á síðustu árum M., þá er hann samdi »rómana« sína í
óbundnu máli«.
Það var haustið 1868, að M. byrjaði með rögg og áhuga að
fást við íslensku undir leiðslu Eiríks Magnússonar. Aður þekti
hann Njálu (Dasents þýðingu), Gíslas. Súrssonar og lítið eitt
fleira. Hin fyrsta saga, sem E. M. las með honum var Eyrbyggja.
En eftir nokkra mánuði kvaðst Morris hafa farið yfir megnið
af fornsögum vorum. Snemma árs 1869 kom út Gunnlaugss.
ormstungu í Forthnightly Review undir nafni beggja þeirra
félaga. Um leið hélt M. áfram að fylla »Paradísar«-safn sitt.
Þá komu »Biðlar Guðrúnar« út í því; var þessa ágæta kveð-
skapar óðara minst sérstaklega í blöðunum með miklu lofi.
Um sumarið kom út þýðing Grettissögu.
Nú var þá hin mikla ást og aðdáun skáldsins á ísl. fræð-
um búin að ná því stígi, er síðan hélt sér meðan hann lifði.
Og nú nam hann að gera fullan greinarmun á söguljóðalegri
(episkri) meðferð á yrkisefni og »rómantiskri«, þótt aldrei
gleymdi hann þeirri síðarnefndu. Var þeirri breyting skjótt
vel tekið af vinum og lesendum Morrisar. I maí 1870 þýddu
þeir félagar og gáfu út Völsungasögu. Þá var og lokið hinu
mikla ritverki »Hinni jarðn. Paradís«. Þráði þá M. nýtt stórsmíði