Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 39

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 39
£IMREIÐIN' EITT VANDAM. N. T. SKÝR. 295 ekki verið annað en »hjátrú og hindurvitnic, eins og trúin á útrekstur illu andanna er nefnd í bók síra Friðriks ]. Berg- mann: Trú og þekking. Eg verð að nefna þá bók, því að hún er eina bókin íslenska, mér vitanlega, sem heldur þessu fram. Gerið yður þetta ljóst í alvöru: Annars vegar er því haldið fram, að hann sé grundvöllur trúar vorrar og lífsskoð- unar. í honum hafi Guð birst oss. Hann opinberi oss alt það, er oss ríði mest á. Hann sé hinn eini meistarinn, eini sanni leiðtoginn, ekki síst í öllu því, er varðar hinn ósýnilega heim og eilífa lífið. Hann hafi veitt oss áreiðanlega fræðslu eigi að eins um jarðneska hluti, heldur og himneska. Og nú snertir kenning hans víða hinn ósýnilega heim, andaheiminn. Illu andarnir eru ómótmælanlega einn hluti andaheimsins, og vissulega verður þá eitt af því, er oss sýnist gagnlegt að vita, hvort sá heimur hafi nokkur afskifti af oss. Ekki síst þetta: Eru til illir andar, sem geta fengið vald á hugum manna, skotið að þeim margs konar illum hugsunum og jafnvel gert þá brjálaða? fiins vegar er því haldið fram, að honum hafi algerlega skjátlast: hann hafi ekki vitað hina eðlilegu orsök sjúkdóm- anna, heldur hafi hjátrúarhugmyndir þátíðarinnar fylt huga hans, svo að hann hafi ímyndað sér, að hann ætti í baráttu við ósýnilegar verur. Og þessi skekkja í hugsunarhætti hans snertir eigi að eins álit hans á geðveikinni, heldur kemur hún við lífsskoðun hans og hugmyndum hans um alheiminn. Hann fræðir lærisveina sína um hina illu anda (sjá Matt. 12), fær þá til að trúa á tilveru þeirra og fær þeim vald til að lækna menn, sem komist hafa undir vald þeirra. Þessa skoðun má líka rekja um alt Nýja testamentið; hennar gætir t. d. jafnt í bréfum Páls sem í Jóhannesar-ritunum. Nú fæ eg ekki með nokkuru móti skilið, hvernig menn fara í alvöru að halda því fram, að þessi mikla skekkja í hugsunarhætti ]esú — sé það í raun og veru skekkja — rýri ekki að neinu leyti traust vort á honum. Getur hann verið oss sami andlegi leiðtoginn, sami guðdómlegi meistarinn, þó að honum skjátlist svo stórlega? Ef ekkert er hæft í skoðunum hans um illu andana, er þá nokkuð satt í kenning- um hans t. d. um englana eða yfirleitt um himneska hluti og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.