Eimreiðin - 01.10.1923, Side 63
EIMREIÐIN
SIGURINN
319
orðunum æðra?« Og á sama augnabliki varð steinhljóð aftur
í salnum.
Og nú sýndi hann með afskaplegum lærdómi fram á það,
að í upphafi var orðið, — að orðið var guð. Hann gróf upp
tilvitnanir úr ritningunum, bygði orðinu háreist altari og setti
það ofar öllu öðru á himni og jörðu. Með þrumuraust sinni
-endurtók hann spurninguna: »Hvað er orðunum æðra?«
Hann leit hreykinn í kring um sig. Enginn vogaði að mót-
mæla honum og hann settist niður hægt eins og ljón, sem
nýbúið er að fylla kviðinn á kjötinu af bráð sinni. Lærifeð-
urnir æptu fagnaðaróp. Konunginn setti hljóðan af undrun, og
Shekar fanst eins og hann yrði að engu við hliðina á þess-
um afskaplega lærdómi. Samkomunni var slitið í þetta sinn.
Daginn eftir hóf Shekar söng sinn. Ljóðið hans var um
það, þegar hljóðpíputónar ástarinnar rufu í fyrsta sinn kyrðina
í Vrindaskógi. Hjarðmeyjarnar vissu ekki hver framleiddi
þessa tóna eða hvaðan þeir komu. Stundum virtust þeir koma
í sunnanvindinum, stundum frá skýjadrögunum á hæðunum.
Þessi fagri hljóðfærasláttur flutti fundarboð frá heimkynni sól-
oruppkomunnar og barst andvarpandi af sorg frá sólseturs-
röndinni í vesturvegi. Og stjörnurnar voru eins og nóturnar í
hljóðfærinu, sem fyltu drauma næturinnar sönglist. Það var
eins og tónaregnið heltist yfir hjarðmeyjarnar úr öllum áttum,
frá ökrum og engjum, skuggasælum lundum og einstígum,
•ofan úr blárri hvelfingu himinsins og úr glitrandi grængresinu
á jörðinni. Þær skildu ekki þýðingu þessara tóna og gátu
heldur ekki lýst með orðum þeirri þrá, sem altók hjörtu
þeirra. En augu þeirra fyltust tárum, og þeim fanst þær þrá
dauða, sem fullkomnaði þetta líf.
Shekar gleymdi áheyrendunum, gleymdi þrekraun þeirri,
sem fyrir honum lá, — að sigra keppinaut sinn. Hann stóð
aleinn í flaumi sinna eigin hugsana, sem titruðu og þyrluðust
alt í kring um hann, eins og laufblöð í sumarstormi, — og
söng Flautusönginn. I huga hans var myndin af skugga og
bergmálið af veiku, glamrandi hljóði fjarlægs fótataks.
Shekar settist. Einhver ósegjanlegur, unaðarblandinn dapur-
leikur fór eins og titringur um áheyrendurna, og þeir gleymdu