Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Side 69

Eimreiðin - 01.10.1923, Side 69
EIMREIÐIN FRÁ KÍNA 325 skipaflota heimsins, en stór og hraðskreið skip eiga þeir fá. Þúsundum þúsunda þessara báta er dreift um öll fljót og allar ársprænur þessa lands. Seinir eru þeir í förum, en not- hæfir og mjög þægilegt samgöngutæki þykja -þeir. Léreftssegl, styrkt með bambusreyr, nota þeir mikið, þegar því verður við komið, en hraðinn verður áldrei mikill, því botninn er flatur eins og á íslensku trogi, og hættir því við að hvolfa. Þrjóti byr þrífa »hásetar« til bambusstjaka eða festa reipum í siglu- toppinn, hlaupa svo á land og draga á móti straum og stormL Það er þung vinna, þó eru »verkföll« fátíð. Eg sigldi með japönsku eimskipi upp eftir Vangtsefljótinu frá Shanghai til Hankow, h. u. b. 100 ísl. mílur, 5 daga ferð. Altaf vorum við að mæta fljótabátum alla leiðina. Sömuleiðis á Hanfljótinu; upp eftir því ferðaðist eg með einum þessara báta viðstöðulaust í 21 dag; umferðin var söm og jöfn alla leið. Fljótabátarnir eru flestir fremur litlir, 12—30 feta langir. í fyrstu fanst mér byggingarlagið á þeim ósköp hjákátlegt: mjóir og flatbotnaðir, með lágum skut og hárri afurbygging. En maður venst þeim, og Hínverjar eru alveg eins ánægðir með þá og Islendingar eru með reiðhestana sína. Fljótabátarnir eru líka miklu meira virði fyrir Kínverja en reiðhestar eru fyrir íslendinga, og er þá djúpt tekið í árinni. Þeir eru ekki að eins góður og nauðsynlegur farkostur held- ur og »heimili«, því að fjölskylda býr á hverjum bát. Hér eru fjölskyldur svo þúsundum skiftir, sem ekkert annað heimili eiga en bátinn sinn, ala aldur sinn á fljótinu kynslóð eftir kynslóð, fiska og flytja fólk og farangur sér til viðurværis. Mest er þó af fljótabátum í Suður-Kína. 1910 voru 84 þúsund bátar innritaðir á hafnarskrifstofunni í Canton. Ætlað var, að á þeim byggju 350 þúsund manns; eru þar eflaust fleiri »bátabúar« en í nokkurri annari borg í heimi. Bátabúar í Kína eru auðvitað lítt mentaðir, hafa flestir aldrei gengið í skóla eða lært að lesa né draga til stafs, enda eru þeir ekki í miklum metum víðast hvar, fyrirlitnir eins og beiningamenn. Ruddalegir eru þeir líka, orðljótir og fram úr hófi óþrifnir. (Oþrifnaður er nú reyndar kínverskur þjóðlöstur). Oft hafa kristniboðar boðað fagnaðarerindið á fljótabátunum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.