Eimreiðin - 01.10.1923, Page 69
EIMREIÐIN
FRÁ KÍNA
325
skipaflota heimsins, en stór og hraðskreið skip eiga þeir fá.
Þúsundum þúsunda þessara báta er dreift um öll fljót og
allar ársprænur þessa lands. Seinir eru þeir í förum, en not-
hæfir og mjög þægilegt samgöngutæki þykja -þeir. Léreftssegl,
styrkt með bambusreyr, nota þeir mikið, þegar því verður við
komið, en hraðinn verður áldrei mikill, því botninn er flatur
eins og á íslensku trogi, og hættir því við að hvolfa. Þrjóti
byr þrífa »hásetar« til bambusstjaka eða festa reipum í siglu-
toppinn, hlaupa svo á land og draga á móti straum og stormL
Það er þung vinna, þó eru »verkföll« fátíð.
Eg sigldi með japönsku eimskipi upp eftir Vangtsefljótinu
frá Shanghai til Hankow, h. u. b. 100 ísl. mílur, 5 daga ferð.
Altaf vorum við að mæta fljótabátum alla leiðina. Sömuleiðis
á Hanfljótinu; upp eftir því ferðaðist eg með einum þessara
báta viðstöðulaust í 21 dag; umferðin var söm og jöfn
alla leið.
Fljótabátarnir eru flestir fremur litlir, 12—30 feta langir. í
fyrstu fanst mér byggingarlagið á þeim ósköp hjákátlegt:
mjóir og flatbotnaðir, með lágum skut og hárri afurbygging.
En maður venst þeim, og Hínverjar eru alveg eins ánægðir
með þá og Islendingar eru með reiðhestana sína.
Fljótabátarnir eru líka miklu meira virði fyrir Kínverja en
reiðhestar eru fyrir íslendinga, og er þá djúpt tekið í árinni.
Þeir eru ekki að eins góður og nauðsynlegur farkostur held-
ur og »heimili«, því að fjölskylda býr á hverjum bát. Hér eru
fjölskyldur svo þúsundum skiftir, sem ekkert annað heimili
eiga en bátinn sinn, ala aldur sinn á fljótinu kynslóð eftir
kynslóð, fiska og flytja fólk og farangur sér til viðurværis.
Mest er þó af fljótabátum í Suður-Kína. 1910 voru 84
þúsund bátar innritaðir á hafnarskrifstofunni í Canton. Ætlað
var, að á þeim byggju 350 þúsund manns; eru þar eflaust fleiri
»bátabúar« en í nokkurri annari borg í heimi.
Bátabúar í Kína eru auðvitað lítt mentaðir, hafa flestir
aldrei gengið í skóla eða lært að lesa né draga til stafs, enda
eru þeir ekki í miklum metum víðast hvar, fyrirlitnir eins og
beiningamenn. Ruddalegir eru þeir líka, orðljótir og fram úr
hófi óþrifnir. (Oþrifnaður er nú reyndar kínverskur þjóðlöstur).
Oft hafa kristniboðar boðað fagnaðarerindið á fljótabátunum,