Eimreiðin - 01.10.1923, Page 79
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
335
ur í sögu þessa tímabils, fyrir ýms rit sín og aðra starfsemL
Hann samdi ýms rit um búnaðarmál, gaf út »Forordninger
og aabne Breve* 1776- 87 og fékst einnig nokkuð við
þýðingar.
Eftir að »Mánaðartíðindin« hafa brotið ísinn, fara þó
fleiri tímarit að koma í kjölfarið á eftir. Er þar fyrst að-
geta rita Lærdómslistafélagsins. En það félag höfðu íslend-
ingar í Kaupmannahöfn stofnað 1779 og fóru að gefa út ritin
1781, komu síðan út 15 bindi (eða bindini, eins og það
var þá kallað) og voru til jafnaðar kringum 20 arkir hvert, í
litlu broti. Ritin voru helguð guði, konunginum og föðurland-
inu, en höfðu annars einkunnarorðin eftir Hóras: »Est quodam
prodire tenus, si non datur ultra«. Stefnu ritanna er annars.
best lýst í þeim sjálfum, þar sem sagt er m. a.: »At efni rit-
giörðanna er svo ýmisligt, þat vænta menn at verða muni
nógliga rettlætt með því áformi, sem Félagit hefir sér fyrir-
sett í 1. kap. 2. 3. og 4. kap. skrár sinnar, og hitt at í þeinv
fleztum er framar mundat til þess verkliga, enn til smásmug-
ligrar yfirskoðunar, þat vona menn fyllilega afsakat með þess
höfuðtilgangi, sem er fyrst og fremst: at skrifa til handa al-
múganum á lslandi«. Eftir þessari stefnu var svo ritunum
stjórnað, og það oftast nær vel og vandvirknislega, svo að
gömlu »Félagsritin« mega að ýmsu leyti teljast hin prýðileg-
ustu rit sinnar tegundar, sem hér hafa verið gefin út. Aðal-
maður Lærdómslistafélagsins, og sá sem mest mótaði það að
flestu leyti, var Jón Eiríksson konferensráð (1728—87). Vmsir
aðrir lögðu þar einnig hönd að verki, s. s. 01. Olafsson, Jón
Johnsonius o. fl., enda virðast »Félagsritin« hafa haft mikil
áhrif á ýmsan hátt, bæði á samtíð sína og tímana á eftir. —
J. E. var líka að öðru leyti mjög merkur maður og athafna-
mikill, sérkennilegur fulltrúi fyrir endurbótaviðleitni hins upp-
lýsta einveldis.
Aðalfulltrúi upplýsingarinnar í meðvitund eftirkomendanna
hefir þó annar maður orðið, s.s. Magnús Stephensen konfer-
ensráð (1762—1833). Eðlisfar þessa manns og áhugaefni voru
fjölþætt furðulega. Hann vildi vera sáðmaður nýrra tíma, en
fanst jarðvegurinn óþjáll og margt féll í grýtta jörð. Hefir
þar valdið um nokkuð bæði vanþekking þverbrotins lýðsins