Eimreiðin - 01.10.1923, Side 84
340 ÍSLENSK BLAÐAMENSKA eimreidin
»Þjóðólfi« segir t. d. á einum stað: »Þegar eg hafði lesið þetta
(um blöð og tímarit erlendis), fór eg að hugsa um tímarit vor
íslendinga, og hvernig oss gengur að semja þau og selja, og
fanst mér þegar, að vér mættum ekki aumstaddari vera í því
efni en vér erum. Það er einn maður í öllu landinu, sem
hefir viðleitni á því að láta birtast þrítugasta hvern dag eina
örk með fréttum og fráskýringum um landsins gagn og nauð-
synjar. Og víst getur það ekki minna verið, eins og nú er
orðið ástatt hjá oss, þar sem hringinn í kringum prentsmiðj-
una sitja lærðustu menn landsins. Hvílíkur fjársjóður visku og
þekkingar hlýtur ekki að felast hjá þeim öllum. Hvílíkt gagn
mundu þeir ekki geta unnið fósturjörð sinni með smáritgerð-
um í tímariti. Það væri ekki lengi að komast á vikublað á
íslandi, ef lærðustu menn landsins legðust á/eitt að sýna
landinu slíkan sóma«. Svipaðar raddir heyrast einnig annars
staðar. T. d. segir í »Lanztíðindunum«: »Eftir því sem þjóð-
líf vort þroskast og fer í vöxt, og eftir því sem oss gefst
meiri kostur á að hugsa um heill og hag landsins og vér fá-
um meiri afskifti af því, hvernig þeim málum, sem varða land
og lýð, verður ráðið til lykta, þá þurfum vér á fleiri tímarit-
um að halda; því meir sem þjóðlíf vort vex og glæðist, því
betur komumst vér líka til sannfæringar um, að líf hinna ein-
stöku þjóða lifir hvað af öðru, svo að engin þjóð getur ein-
göngu lifað sér, heldur verður líf hennar, eigi það að vera
fjörugt og heilbrigt, að glæðast af hinu alþjóðlega félagslífi;
og því meira sem gerist með öðrum þjóðum og líf þeirra er
á meiri hreyfingu, qg því afskektari sem vér erum í tilliti til
afstöðu landsins og samneytis við aðrar þjóðir, og því bágra
sem vér þess vegna eigum með að verða tímanum samferða,
þá þurfum vér á fleiri fréttablöðum að halda«. Og það var
ekki einungis þjóðin út í frá, sem hafði þessa trú á blöðunum,
heldur blöðin sjálf. »Svo látum oss þá vakna, lslendingar«,
segir í upphafi »Þjóðólfs«. . . . Almenningsálitið megnar alt!
Það kveður svo að orði við sjálfan konunginn: »vér sleppum
þér ekki, fyr en þú blessar oss«.
Utgefendur »Þjóðólfs* voru upphaflega þrír, en séra Svein-
björn Hallgrímsson varð ritstjóri í stað Páls Melsted, sem í
fyrstu mun hafa átt að verða það, og það var hann, sem