Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 101

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 101
EIMREIÐIN STÚDENTALÍF á qarði 357 innar). Er hið yngsta þeirra 90 ára. Upp með veggjunum vaxa vínviðir hér og þar, og eru flestir vínstokkarnir um 90 ára að aldri. Hinar fjórar álmur Garðs eru hver annari ólík- ar, enda bygðar á mismunandi tímum og ekkert samræmi í neinu. En frámunalega hlýlegur og viðkunnanlegur er garður- inn. Hann er í miðjum bænum, en þó er maður kominn út úr öllum skarkala stórbæjarins, þegar maður er kominn inn úr hliðinu. Veit eg engan blett í hjarta borgarinnar jafn ró- legan og forneskjulegan. Enda var gamalt máltæki meðal Landa í Höfn: »A Garði er gott að vera«. Norðurhlið Garðs veit út að Kjöbmagergade (Kaupmakar- anum). Gnæfir Sívali turn þar beint á móti. Vestan við er Krystalgade (Kristallinn), að sunnan eru hús fast að Garði, en að austan St. Kannikkestræde, á Hafnaríslensku »Kann- ekkigata«. Hún liggur til háskólans. Á Garði búa jafnan 100 stúdentar. Hafa flestir eitt her- bergi hver, en sumir tvö. Auk þess býr þar einn háskóla- kennari, sem stjórnar Garði. Hann kallast »prófastur«. Enn- fremur er þar varaprófastur og dyravörður. Svo er þar lestrar- stofa, hljóðfæraherbergi, bókasafn, skilmingasalur, mörg eldhús, baðherbergi og geymsluklefar. Alls um 200 herbergi. Eftir þennan inngang skal eg nú lýsa lífinu á Garði eins og það var, þegar eg bjó þar 1912—1916. Það var hátíðleg stund þegar við sRússarnir*1) fluttum inn á Garð. Þar áttum við að búa í fjögur ár og hafa ókeypis húsnæði og hita og auk þess 60 krónur á mánuði til að lifa fyrir. (Síðan hefir sú upphæð verið hækkuð töluvert eftir því sem dýrtíðin óx). Hinn fyrsti merkisatburður í Garðlífi okkar var Rússagildið. Það er haldið seint í október ár hvert. Er þá átveisla í lestrarsalnum, ræður haldnar, leikinn nýr gaman- leikur um Garðlífið og svo að síðustu mikil púnsdrykkja. Þá eru »Rússunum« kendar lífsreglurnar og þeir látnir stíga upp á stól og sýna sig og segja nafn sitt. Er þá talið, að þeir séu fyrst orðnir löglegir Garðbúar. Félagslífið á Garði er víðfrægt og ekki að ástæðulausu. 1) Stúdenfar eru kallaðir „Rússar" fyrsta árið, sem þeir eru við Há skólann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.