Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 101
EIMREIÐIN
STÚDENTALÍF á qarði
357
innar). Er hið yngsta þeirra 90 ára. Upp með veggjunum
vaxa vínviðir hér og þar, og eru flestir vínstokkarnir um 90
ára að aldri. Hinar fjórar álmur Garðs eru hver annari ólík-
ar, enda bygðar á mismunandi tímum og ekkert samræmi í
neinu. En frámunalega hlýlegur og viðkunnanlegur er garður-
inn. Hann er í miðjum bænum, en þó er maður kominn út
úr öllum skarkala stórbæjarins, þegar maður er kominn inn
úr hliðinu. Veit eg engan blett í hjarta borgarinnar jafn ró-
legan og forneskjulegan. Enda var gamalt máltæki meðal
Landa í Höfn: »A Garði er gott að vera«.
Norðurhlið Garðs veit út að Kjöbmagergade (Kaupmakar-
anum). Gnæfir Sívali turn þar beint á móti. Vestan við er
Krystalgade (Kristallinn), að sunnan eru hús fast að Garði,
en að austan St. Kannikkestræde, á Hafnaríslensku »Kann-
ekkigata«. Hún liggur til háskólans.
Á Garði búa jafnan 100 stúdentar. Hafa flestir eitt her-
bergi hver, en sumir tvö. Auk þess býr þar einn háskóla-
kennari, sem stjórnar Garði. Hann kallast »prófastur«. Enn-
fremur er þar varaprófastur og dyravörður. Svo er þar lestrar-
stofa, hljóðfæraherbergi, bókasafn, skilmingasalur, mörg eldhús,
baðherbergi og geymsluklefar. Alls um 200 herbergi.
Eftir þennan inngang skal eg nú lýsa lífinu á Garði eins
og það var, þegar eg bjó þar 1912—1916.
Það var hátíðleg stund þegar við sRússarnir*1) fluttum inn
á Garð. Þar áttum við að búa í fjögur ár og hafa ókeypis
húsnæði og hita og auk þess 60 krónur á mánuði til að lifa
fyrir. (Síðan hefir sú upphæð verið hækkuð töluvert eftir því
sem dýrtíðin óx). Hinn fyrsti merkisatburður í Garðlífi okkar
var Rússagildið. Það er haldið seint í október ár hvert. Er
þá átveisla í lestrarsalnum, ræður haldnar, leikinn nýr gaman-
leikur um Garðlífið og svo að síðustu mikil púnsdrykkja. Þá
eru »Rússunum« kendar lífsreglurnar og þeir látnir stíga upp
á stól og sýna sig og segja nafn sitt. Er þá talið, að þeir séu
fyrst orðnir löglegir Garðbúar.
Félagslífið á Garði er víðfrægt og ekki að ástæðulausu.
1) Stúdenfar eru kallaðir „Rússar" fyrsta árið, sem þeir eru við Há
skólann.