Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Page 103

Eimreiðin - 01.10.1923, Page 103
EIMREIÐIN STÚDENTALÍF Á GARÐI 359 sínar og minnast fornra gleðistunda, þá dvelur hugurinn ekki síst við þau árin, sem þeir bjuggu á Garði. Á Garði var því nær ótakmarkað frelsi. Menn gátu komið og farið eins og þeir vildu og gert alt, sem þeim þóknaðist, ef þeir bara gerðu ekki nábúum sínum of mikið ónæði. Eng- in skylda var að sækja fyrirlestra eða stunda námið, og yfir- 'leitt má segja, að ekkert eftirlit væri með því, hvernig menn höguðu sér. Þess ætti nú heldur ekki að þurfa með full- orðna menn, enda gekk alt vel og friðsamlega til. Þó stund- um kæmi fyrir að einstaka menn þyldu ekki frelsið, þá urðu þó aldrei neinir verulegir hneykslisviðburðir. Og þau fjögur ár, sem eg bjó á Garði, kom víst aldrei neitt klögumál til prófasts út af framferði stúdentanna. Á Garði gilda frá fornu fari meðal stúdenta vissar dreng- skapar- og velsæmisreglur. Ef einhver brýíur þær, er honum hegnt, og er hegningin fólgin í því, að nokkrir menn brjótast inn í herbergi sökudólgsins og rífa og slíta alt, sem þar er inni, svo það verður líkara svínastíu en mannabústað. Þetta kom mjög sjaldan fyrir, en ekki var til neins fyrir þann, sem fyrir hegningunni varð, að klaga til prófasts eða annara yfir- valda. Slíkum kærum var ekki sint. Einstaka menn voru nokkuð drykkfeldir, en þó voru ekki mjög mikil brögð að því. í því efni voru íslendingar miklu verri en Danir, enda voru þeir yngri stúdentar. Danir fá ekki Garðvist, fyr en þeir hafa verið stúdentar 2—4 ár og sýnt dugnað við námið, en íslendingar komu þangað strax, og úr þeim var ekki valið. Miklu betra hefði verið, ef að eins þeir íslendingar, sem tekið hefðu gott stúdentspróf og sýnt dugn- að og áhuga, hefðu fengið Garðstyrkinn, því ekki er því að neita, að stundum hefir hann verið misbrúkaður herfilega af slæpingjum og óreglumönnum. Eins og við er að búast með svo gamla stofnun, þá var Garður mjög íhaldssamur og andvígur nýbreytni. Þar geym- ast gamlir siðir og venjur, og yfirleitt er andrúmsloftið þrung- ið af sögulegum minningum, og gamlar sagnir úr stúdenta- lífinu ganga þar kynslóð eftir kynslóð. Eftir hundrað ár má sjálfsagt heyra þar sömu sögurnar og gengu þar í minni tíð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.