Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 104

Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 104
360 STÚDENTALÍF Á GARÐI eimreiðin: og svo auðvitað margar nýrri. Skjalasafn gamalt er á Garði,. og er safnað þangað öllum bréfum, skjölum og skrifum, sem eitthvað koma við Garð og lífið þar. Er þar margan fróðleik að finna. Þar eru geymdir hinir alræmdu, eða kannske heldur víðfrægu »Nekrólógprótókollar«, sem hafa inni að halda eins- konar eftirmæli eftir stúdenta, þegar þeir »deyja«, það er að' segja, flytja út af Garði. Þar er mönnunum lýst eins vel og hægt er, sagt frá útliti, lyndiseinkunnum, gáfnafari, námi,. stjórnmálaskoðunum o. fl.. Til þess að skrifa þessi eftirmæli,. eru valdir góðir menn og ritfærir, og þess er gætt vandlega,. að enginn fái að skrifa um vin sinn eða óvin. Dómnefnd les svo eftirmælin og breytir þeim, ef henni finst ástæða til. Þó alt sé gert til þess að gera eftirmælin sem óhlutdræg- ust, þá eru þau svo úr garði gerð, að best er að birta þau ekki fyr en seint og síðar meir. Samt ætla eg að segja frá einstaka athugunum, sem koma við íslenskum stúdentum. Er það fyrst að segja, að síðan 1848 hafa þeir nálega allir verið vinstrimenn. Um tvo merka menn er þess getið, að þeir hafí verið hægrimenn, »sem Islendingar eru ekki vanir að vera«. Tvívegis á sama tíma er getið um Islendinga, sem væru stakir bindindismenn. Þykja það firn og fádæmi. Þá er þess oft getið, einkum fyrir 1900, að íslendingar hafi lifað út af fyrir sig, og lítið umgengist Dani. »Han deltog ikke i Re- genslivet«, er algeng setning um íslenska stúdenta á fyrri tímum. Þó hafa sumir Landar á þessum tímum haft sig mikið í frammi og hlotið almenningsvinsældir. Frægastir hafa víst: orðið þeir Stefán Stefánsson skólameistari, Klemens Jónsson. ráðherra, sem varð hringjari, og »Túlli« (Axel Tulinius). Um þessa menn er þess getið, að þeir voru fram úr skarandi góðir »Garðbúar«, hver á sinn hátt, og kunnu óvanalega vel að' umgangast bæði danska og íslenska stúdenta. Fastheldni við fornar venjur kemur fram í mataræði Garð- búa. Það þykir sjálfsagt, að þeir búi til mat sinn sjálfir, þó' hægt sé að fá betri mat jafnódýrt úti í bæ. Sextán eldhús- með gasvélum voru á Garði, og þar elduðu menn. Mátti þar sjá kátlegar aðferðir við matreiðslu. Þannig var algengt að' búa til á morgnana nægilegt kaffi til dagsins og setja svo' könnuna yfir eldinn í hvert sinn, sem maður vildi fá kafft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.