Eimreiðin - 01.10.1923, Page 121
EIMREIÐIN
UM SÉRA ]ÓN SVEINSSON
377
tímáritum og söguna Nonna og Manna, sem var prýði Jesúíta
Almanaksins 1914, komu síðar öll rit ]óns út hjá »Freiburger
Weltverlag«, Sólskinsdagar 1914, Frá íslandi 1918, Borgin
við hafið 1922.
List séra ]óns er algerlega sjálfstæð og styðst eigi við-
neinar fyrirmyndir. Hún er hugðnæm sem saga, yndislega til-
gerðarlaus, með málverkslegum glöggleik og háskáldlegri til-
fundningu. Hvort sem hann lýsir hinum einföldu og yndislegu
siðum og venjum landa sinna og náttúru ættareyjarinnar með
eldfjöllum hennar og hverum, jöklum og hraunum eða hann
segir frá atburðum úr lífi drengsins á leiðinni frá Islandi til:
Danmerkur ellegar hann skýrir frá hrifningu sinni, er hann
smámsaman sér stórborgar menninguna, þá er hann ávalt
leiddur af öruggri eðlishvöt góðskáldsins. Æfintýr hans eru
eiginreyndir óspilts drengs, sem með leikfullu þreki og bros-
hýrri grunleysu heilbrigðrar æsku, gengur beint á móti hætt-
unni. Hinir áhrifaríku viðburðir og hinar elskulegu smámyndir„
sem hann raðar umhverfis þá, er alt fult óumræðilegum yndis-
leik. Hversu heilnæmt gagnstæði við æskulýðsrithöfundinn
Karl May, sem með sínum draumórafullu ferðasögum, jafnt
ósönnum innra og ytra, sundurslítur taugarnar, offyllir heilann
og ranghverfir siðgæðiskend æskulýðsins með sínu ofurvið-
kvæma ívafi af uppgerðar ráðvendni.
Mikilvægi séra ]óns í þýzkri ritsmíð nútímans er einróma
viðurkent af ritdómurum sem Muckermann, Cardanus, Federer„
Keckeis o. ö., en hann er og á bezta vegi með að verða
heimsfrægur. í velflestum löndum Evrópu, í Afríku, Suður- og
Norður-Ameríku og jafnvel í Kínaveldi þekkja menn nafn
hans. Því að flest af verkum hans eða einstakir kaflar úr þeim
eru þýdd á fjölda erlendra tungna. Menn lesa rit hans á spán-
versku, portugölsku, frakknesku, ensku, hollensku, dönsku„
norsku, pólsku, ungversku, tjekknesku, króatisku, ítölsku, ís-
lensku og kínversku. Það er eigi unt að sjá útyfir hans per-
sónulegu og bókmentalegu sambönd. Erindi hans, flutt í skól-
um, félögum og vísindafélögum utanlands og innan, skifta
þúsundum«. j ^