Eimreiðin - 01.10.1923, Page 122
EIMREIDIN'
Ritsjá.
DÆGRADV0L (Æfisaga mín) rituð af Benedikt Gröndal. Bókav.
Ársæls Árnasonar (Prentsm. Gutenberg) 1923.
Þetta er stór bók, rúmar 360 síður í 8vo, en ótrúlega Iítið fann eg fil
þess meðan eg var að Iesa hana, og hefði hún gjarnan mátt vera lengri
mín vegna. Eg Ias bókina í einni lotu, gat ekki hætt fyr en henni var
lokið. Benedikt Gröndal skrifar svo skemtilega, og er þó Iaust við, að
málið hjá honum sé altaf ómengað, því ekki hikar Gröndal við að nota
útlend orð, þegar svo ber undir, jafnvel þótt til séu í málinu önnur jafn-
góð, auk þess sem hann býður við og við upp á heilar setningar á ýms-
um málum, svo sem dönsku, ensku, þýsku, frönsku, latínu og jafnvel
grísku. Stundum bregður hann á hreinan Heljarslóðarleik, og yfir allri
frásögninni í þessari bók er sama fjörið og hnyttnin eins og yfir öllu því,
sem G. hefir skrifað.
Bókin er æfisaga G. sögð af honum sjálfum (Autobiography), en auk
þess segir hann frá fjölda merkra samtíðarmanna sinna, erlendra og inn-
lendra, lýsir siðum og venjum í Bessastaðaskóla, Hafnarlífi stúdenta frá
dögum Konráðs og Jóns Sigurðssonar, Reykjavíkurlífinu, stjórnarfari,
andlegum stefnum og hreyfingum og segir kost og löst á öllu, eftir því
sem honum finst rétt vera, og er þá hvergi myrkur í máli.
Bókin hefst með lýsingu á Álftanesi og Bessastöðum, skóla, íbúðarhús-
um, kirkju og útihúsum. Er Bessastaðakirkju lýst mjög nákvæmlega. Sátu
áður höfuðsmenn og þeirra hyski gagnvart prédikunarstólnum í svokölluð-
um „sal“ afgyrt, „svo það ekki ataðist út á vorum íslenska skríl“. Segir G.,
að embættismenn á íslandi hafi þá verið „eins danskir og nú eru þeir,
þótt á annan hátt væri og ekki eins smérdanskir". Þá koma endur-
minningar frá æsku G. og er þar drepið á margt kýmilegt. Ekki trúi eg
öðru en flestum verði á að brosa að sögunni um Svenningsen (bls. 43).
Svenningsen stóð á götu í Khöfn „og einblíndi upp á hús, en smámsaman
fór fólk að safnast þangað og horfa líka. Þá kom einn kunningi Sv. að
og spurði hann á hvaö hann væri að horfa. Sv. kvaðst einungis ætla að
sjá, hve margir bjánar væru í Khöfn. — Hann var ekki að horfa á ann-
að en húsið“.
Frá fyrstu Hafnarárum G. eru margar góðar frásagnir, og auk þess