Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 124
380
RITSJÁ
EIMREIÐIN'
mundar eru allar um daglega viðburði, — viðburði úr lífi íslenskra al-
þýðumanna og kvenna, um baráttuna fyrir lífinu í íslensku vetraræði,.
vorhretum, sumar- og haustönnum. Vinnan er tíðasta umtalsefnið, íslenska
sveitavinnan, og ekkert leggur skáldið eins ríka áhersku á eins og boð-
orðið að vinna. Starfaðu eins og alt sé undir sjálfum þér komið, en,
biddu eins og alt sé í forsjónarinnar hendi er þungamiðjan í mörgum
sögum Quðmundar, því hann er forlagatrúarmaður á heilnæman hátt, og
honum gleymist aldrei, að starfið og bænin verður hvortveggja að fara.
saman. Kemur þetla einkum fagurlega fram hjá Jóni gamla í sögunnl
„Veturnætur", sem er lengsta sagan í bókinni og sú besta.
Eins og kunnugt er hefir Q. F. oft í sögum sínum borið saman kaup-<
staðar- og sveitamenninguna, og hefir sú fyrnefnda fengið heldur harða
útreið stundum. Svo er og hér. I sögunni „Sunnudagur" leggja þau borg-
arhjúin, Alfons sælgætissali og Malla Magga úr limonaðibúðinni, — sú:
með tóbaksvindluna milli varanna, — af stað í skógar„túr“, sunnudaginrt
sem Ásvaldur bóndason á Háaleiti og félagar hans slá túnið á Lækjar-
botni fyrir bóndann, sem hefir legið rúmfastur alt sumarið. Heldur verð-
ur myndin af sælgætissalanum bágborin við hliðina á Ásvaldi og ekkl-
stenst daman Malla Magga, enda þótt hún geri sér upp sakleysissvip Evu,
sálugu stundum, samanburð við Ásu, sveitastúlkuna með ljósgulu flétturn-
ar. — Síðasta sagan í þessu smásögusafni heitir „Skúraskin". Þar segir
frá ósætt hjóna, sem endar þó með fyrirgefningu á báðar hliðar, sátt og,-
samlyndi. Er meistaralega Iýst hvoru um sig hjónanna, Vémundi og Hlað-
gerði, báðum geðríkum og einþykkum, þótt misklíðarefnið valdi þeim
kvalar, en sú kvöl hverfur með sættinni. Þessvegna segir Vémundur í sögu-
lok: ,,„í dag hef eg ekki fundið til Iúa“. „Það er gott“, svaraði Hlað-
gerður og brosti. Og kveldroðinn ljómaði á skýjunum um vesturloftið,.
svo að þau sýndust brosa. Þá horfði himininn á jörðina — með gleði-
bragði. Og jörðin horfði á móti — til himins".
Því verður ekki neitað, að heldur hættir G. F. við að gera persónur
sínar allar á eina lund. Fjölbreytni í persónulýsingum er ekki mikil og,
vel þarf að leita í sumum sögum hans til þess að finna hin einföldustu
og sjálfsögðustu einkenni smásögunnar. Þannig er t. d. „Andvaka öldungs-
ins“ miklu fremur „Skitsa" (sem sumir hafa viljað kalla r/'ss á íslenskuh
en smásaga. En sagan er ágæt eigi að síður, og eintal öldungsins„
þegar hann er að gera upp við sjálfan sig, Guð sinn og flöskuna,.
er hreinasta snild. — Stíll Guðmundar er hreinn og málið svo fag-
urt og ramíslenskt, að margur háskólagenginn maðurinn má öfunda hann: