Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 6
68 Björnstjerne Björnson:
sleit sig af henni og stóð upp. Ingiríðr stóð líka
upp og gékk á eftir honni. »|>að er skaði, að þvi
skulir elcki kunna að dansa, Sigrún !« sagði hún
hlæjandi;—»sannarlega stór skaði! komdu nú, það
er jafn-gott að óg fari nú undir eins að kenna þér
það !« Og svo tók hún utan um mittið á Sigrúnu.
»Hverju ætlarðu nú að taka upp á?« spurði hún.
»En að kenna þér að dansa, svo að þú þurfir ekki
að reyna lengr þá sorg í heiminum, að hann dansi
við aðrar en þig !« Nú varð Sigrún líka að hlæja,
eða að miusta kosti látast hlæja. »það kann ein-
hver að sjá til okkar,« sagði hún. »Blessuð vertu
fyrir þetta svar, svo heimskulegt sem það var,« sagði
Ingiríðr, og fór þegar að raula og koma Sigrúnu úr
sporum eftir hljóðmálinu.—»Nei, nei! það tjáir
ekki!«—»J>ú sagðir rótt í þessu, að þú hofðir ekki
verið í langa tíð eins glöð og nú ; komdu nú !«—»Ef
ég vissi það væri óhætt !«■—■»Reyndu, svo skaltu sjá,
hvort ekki er öllu óhætt!«—»En það kvikasilfr, setn í
þór er, IngiríðrU—»Svo sagði kisa við titlinginn,
þegar titlingrinn vildi ekki bíða, þangað til kisa gat
klófest hann ; komdu nú !«—»Mig langar satt að segja
til þess, en......«—»Nú er ég þorbjörn og þú ert
unga konan hans, sem vilt ekki að hann dansi við
aðra en þig.«—Ingiríðr raulaði nvi danslag; Sigrún
var að malda í móinn, en var þó kornin á stað að
dansa. það var stökkdans og gékk Ingiríðr á undan
með stórum skrefum og karlmannlegum handleggja-
burði, Sigrún á eftir smástíg og undirleit,—og svo
söng Ingiríðr:
Sig bæMi refur und bjarka-rót
:j; út við inóinn. :|:
Og liérinu stökk jiar með hraðan fót