Iðunn - 01.06.1884, Síða 8
70 Björnstjerne Björnson:
halda áfram.—»Tin hvar hefir þú lært . . . .«—»Tra-
la-la-la!« söng Sigrún og sveiflaði Ingiríði í dans.
þá byrjaði Ingiríðr fyrst fyrir alvöru, og svo söng
hún :
„Á Valafclls-brún dansar eygló onn;
dansaðu’, unnusta mín, )>ví jiaö kvöldar senn !
Sjá, elfar dansa’ o’n í dimmblá höf;
nú, nú ! dansaðu strákur; |iar bíður þín gröf!
Sjá, björkin svoiflast við svalvinds-kast;
eins þér sveiflaðu, fjöruga mœr!—Hvað brast?
Sjá,------“
»það eru svo undarlegar vísur, sem þú syngr,«
sagði Sigrún og hætti að dansa.—»Ég tek ekkert
éftir, hvað cg syng ; þorbjörn hefir sungið þetta.«—■
»það var ein af vísunum hans Bents »»slafa«,« sagði
Sigrún ; »ég þekki þær.«—»Nei, er það ein af þeim ?«
sagði Ingiríðr hálfsmeik. Hún starði fram undan
sér og þagði; alt í einu varð hún einhvers vör niðri
á þjóðveginum. »Sko !—þarna ekr einhver niðr frá
Grenihlíð og svo á þjóðveginn !« — Sigrún leit nú
einnig f sömu átt.—»Er það hann ?« spurði hún svo.
—»Já, það er þorbjörn ; hann ætlar inn í kaupstað.«
-----það var þorbjörn og hann ætlaði inn til
kauptúns. En það var langr vegr inn í bæinn eða
kauptúnið; hann hafði þungt hlass á vagni og ók,
því í hægðum sínum; vegir voru þurrir og því ryk-
samt. Vegrinn lá svo, að til ferða hans sást frá
selinu ; heyrði hann nú hóað hvelt þar efra; þóttist
hann vita, hver það væri, og stóð því upp á vagn-
hlassinu og hóaði aftr, svo að hljómrinn bergmálaði
í fjöllunum. þá var þeyttr lúðr þar efra og barst
hljóðið niðr til hans ; hann lilýddi til, og þegar það
hætti, stóð hann aftr upp og svaraði á ný með því
að hóa. Svona gékk um hríð, og þorbjörn var í