Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 15
Sigrún á Sunnuhvoli. 77
alt af haldið upp á sögurnar mínar,« sagði Aslákr.
"Hoiðr sé því!« sagði hann og tæmdi staup, sem einn
brúðarsveinn rétti honum. »Komdu nú með eitt-
hvað !« kölluðu nú ýmsir. »Um Sigríði flökkukind,«
sagði einhver. »Nei, það er svo ljótt um hana !«
sögðu þá aðrir, einkum kvennfólkið. »Segðu söguna
af Hlíðarbardaganum !« sagði Sveinn trumbari. »Nei,
beldr eitthvað gamansamt!« sagði ungr sveinn grann-
vaxinn, snöggklæddr, sem stóð og hallaðist upp að
veggnum ; hann lét hægri liöndina hanga lausa niðr
með hliðinni, en var svo að smá-skjótast að með
henni að strjúka hárið á nokkrum ungum stúlkum,
sem sátu þar hjá ; þær tautuðu honum til fyrir það
1 hvort sinn, en færðu sig þó ekki úr stað.
»Nú segi ég frá því, sem mér sýnist,« sagði Aslákr.
“Og svei nú því!« sagði aldrhniginn maðr, sem lá
þar uppi á rúmi og var að reykja; hann hengdi annan
íétinn fram af rúmstokknum, en hinum fætinum var
bann að sparka í fína treyju, sem hékk á rúmstöpl-
inum.—»8jáðu treyjuna mína 1 friði!« kallaði piltr-
ltln til hans, sá er stóð upp við veggiun. — »Sjáðu
dætrnar mínar í friði«, sagði maðrinn, sem á rúm-
llln lá. Nú færðu stúlkurnar sig úr stað.—»Jú, ég
Segi frá því, sem é g vil sjálfr !« sagði Aslákr ; »brenni-
vín örvar blóð og bilaðan hressir móð,« sagði hann
°g klappaði saman lófunum, svo að small í. »Segðu
b'á því, sem við viljum,« sagði maðrinn á rúminu;
“því að o k k a r er brennivínið.a—»llvernig er það
!lð skilja?« spurði Áslákr og hafði nú alopin augu.
*()! þegar við ölum grísinn, þá or það til frálags,#
8ítgði maðrinn og dinglaði fætinum. Áslákr lygndi
11,1 a^r augunum á uý, en hélt höfðinu eins og áðr