Iðunn - 01.06.1884, Page 20
82 Björnstjerne Björnson:
að fá sér nýjan silatéin, og fór að leita sér að efni í
hann; hann fanu enga spýtu hentuga á hlaðinu, og
gékk hann þyí til viðarbyrgis þar hjá og fór þar inu;
hann fór hægt og hljótt, því að hann var að hugsa
útí það, sem brúðguminn hafði við hann sagt. Hann
fann þar efni það, er hann vantaði, og settist hann
niðr eins og í leiðslu upp við annan vegginn með
kníf og spýtu í hendinni. þá heyrði hann stunið
þungan rétt hjá sér; það var hinu megin við skil-
rúmið, sem hann sat upp við; var þar vagnbyrgi
hinu megin og örþunt skilrúms-þil á milli; lilustaði
hann nú eftir, hvað hann heyrði. »Æ ert það-—þá
— þú?« heyrði hann sagt; það var karlmanns rödd,
og auðheyrt, að þeim var þungt um, sem talaði, því
að hann tók hvíldir milli orðanna. þá heyrði hann
grát, en það var enginn karlmanns-grátr. — »því
varstu líka að koma hingað?« heyrði hann nú spurt,
og það þóttist hann nú skilja að kvennmaðrinn segði,
sem var að gráta; því oð það var grátstafr í mál-
rómnum.—»Hm,—í hvaða brúðkaupi héfði ég fremr
átt að slá hljóðfæri, en í þínu?« sagði nú karlmaðrinn.
]pað er víst Lars, fiðlarinn, sem liggr þar inni, hugs-
aði þorbjörn með sér. Lars var vaskr maðr og fríðr
sýnum; móðir hans var gömul kona og bjó í hjáleigu-
koti þar á Norðr-Haugi. En hitt hlaut að vera
brúðrin !—»]pví hefirðu heldr aldrei látið neitt á þér
skilja?« sagði hún lágt og liægt, og var eins og henni
væri líka örðugt um málið. »Mér datt ekki í hug að
þess gjörðist þörf okkar á milli,« svaraði liann heldr
hvatlega. Svo var stundar-löng þögn, svo segir hún
aftr : »þ>ú vissir þó, að h a n n vandi komur sínar
hingað.« — »l<’,g hugsaði þú værir fastari fyrir.« —
Hann heyrði nú ekki anuað en tóman grát; loks