Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 23
Sigrún á Sunnuhvoli. 85
hans, og var nærri feginn að hann skyldi ekki vera
við, og steig því upp á vagniiin. 1 því heyrðist
hávaði og köll frá hlaðs-horninu vinstra megin, þeim
Megin sem hlaðan lá. það var heill hópr, sem kom
út úr hlöðunni; þrekvaxinn maðr, sem á undan gékk,
kallaði: »Hvar er hann?—Hofir hann falið sig?—
Hvar er hann ?«—»þarna, þarna !« sögðu þá nokkrir.
•Látið hann ekki koma hingað,« sögðu þá aðrir; »það
stafar einhver ógæfan af því.« — »Er það Knútr?«
spurði þorbjörn lítinn pilt, sem stóð hjá vagninum.
”Já, hann er fullr, og þá vill hann alt af berjast.«
þorbjörn var seztr á vagninum og keyrði nú hestinn
!l stað. — »Nei, bíddu við, lagsmaðr !« heyrði hann
emhvern segja fyrir aftan sig; hann reyndi að stöðva
bestinn, en hestrinn vildi áfram, og lofaði þorbjörn
bonum það þá. »Hvað ? Ertu hræddr, þorbjörn í
Lrenihlíð ?« var nú kallað enn nær honum en áðr.
bíú stöðvaði hann hestinn, en leit ekki við.
“Stígðu af vagninum og komdu til góðra félaga!«
kallaði einn til hans. þorbjörn leit við. »þakka
ykkr fyrir, en ég ætla að halda heim,« sagði hann.
þeir fóru nú að þæfa um þetta, og safnaðist nú allr
bóprinn að vagninum; Knútr gékk framan að hest-
lnum, klappaði honum fyrst og tók svo um hausinn
a bonum og horfði framan í hann. Knútr var fremr
hár vexti, ljóshærðr og stríðhærðr með snubbótt nef;
hann var munnstór og munnrinn vöðvamikill, augun
bökkblá og djarfleg. Honum svipaði í fáu til systur
s'unar, að eins voru þau nokkuð lík til munnsins,
°g hann hafði sams konar þverbeint enni einsoghún,
en minna, enda var eins og allir inir smágjörvu and-
sdrættir hennar kæmu stórgerðir fram á honum.
* vað viltu hafa fyrir klárinn þinn ?« spurði Iínútr.