Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 27
Sigrún á Sunnuhvoli. 89
belluna, svo að buldi undir í skrokknum. Hann lá
grafkyrr, stundi þuugan og lukti svo augunum aftr;
í'orbjörn rétti sig upp aftr og leit upp; varð hon-
Uni þá litið framau í brúðrina, en hún stóð og horfði
á og brá í éngu. »Takið þið eitthvað og leggið undir
höfuðið á honum,« sagði hún um leið og hún snéri
sér við og gékk inn.
Tvær gamlar konur géngu þar hjá. þá sagði
ónnur við hina : »Drottinn minn ! þarna liggr nú
oinn aftr ; hver er nú þetta ?«—»þ>að or hann Knútr
á Norðr-Haugi,« anzaði einhver. f>á sagði hin kon-
an : »Má vera það linni þá ófriðinum eftirleiðis.
Þ°ir ættu llka að geta neytt kraftanna til annars.«—
“Satt var orðið, Kannveig,# kvað hin ; «drottinn leiði
þá og beini þeim á eitthvert háleitara mark og
þessi orð fengu undarlega á þorbjörn ; hann hafði
ekki mælt orð frá munni, en stóð enn og horfði á þá,
setn stumruðu yfir Knúti; — ýmsir yrtu á hann, en
hann tók ekki undir. Hann snéri sér undan og var
kugsandi; Sigrún kom honum í hug, og hann fyrir-
varð sig mjög. Hann fór að hugsa um, hvernig hann
®tti nú að fara að gjöra hénni grein fyrir þessu, og
kom honum nú það í hug, að hann ætti ekki eins
h®gt með að lúta af óvana sínum, eins og hann hafði
eitt sinn gjört sér í hugarlund. I þessum svifum
heyrir hann sagt fyrir aftan sig . »Varaðu þig, þor-
hjörn!« en áðr en hann vissi, hvaðan á sig stóð
Veðrið, var þrifið í héróar honum og hann beygðr
saman, og annars varð liann ekki var, utan stingandi
sársauka, sem hann fann óglögt hvar var. Hann
heyrði manna mál umhverfis sig, varð var við að
þeir óku, fanst stundum að hann aka sjálfr, en vissi
Það þó ógjörla.