Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 28
90 Björnstjerne Björnson :
£>etta hélzt mjög lengi; það varð kalt, svo hitnaði
ýmist aftr, og þóttist hann þá verða svo léttr, svo
léttr, að honum fanst haun svífa í lausu lofti, — og
nú skildi hann, hvernig á stóð: hann vaggaðist á
trjátoppunum, eik af eik, svo hann barst upp hlíð-
ina, og sífelt hœrra og hœrra,—upp að seli, og enn
hærra,—alt upp á hæsta fjalls-tind; þar laut Sigrún
grátandi að honum og sagði, að hann hefði átt að
vekja máls á þessu í tíma. Hún grét mjög og kvað
hann hafa þó getað séð sjálfan, hversu Knútr frá
Norðr-Haugi varð íyrri til en hann, sífelt fyrri til,
og svo hlaut hún að taka Knúti. Og svo klappaði
hún honum svo mjúklega á aðra síðuna, svo honum
hitnaði þar, og svo grét hún svo, að skyrtan hans
vöknaði þar undan. En Aslákr sat áhækjum sínum
uppi á stórum hvöseum steini og kveikti í trjátopp-
unum umhverfis sig, svo að brakaði og logaði, og
kvistirnir feyktust um hann ; en hann hló með flentu
gini og sagði: |>að er ekki ég, það er móðir mín,
sem gjörði þetta ! Svo sá hann Sæmund föður sinn
standa þar til annarar hliðar og kasta kornsekkjum
í háa loft, svo að skýin drógu þá að sér og breiddu
út kornið eins og þoku,—og þetta þótti honum und-
arlegt, að kornið gat þannig bréiðzt út yfir alt loft-
ið. þegar hann horfði núaðofan yfir Sæmund sjálf-
an, þá varð hann svo lftill, svo örlítill, að hanu stóð
varla upp úr jörðunni að lokum, en sífelt kastaði
hann sekkjunum hærra og hærra og sagði: »Leiktu
þ e 11 a eftir mér, ef þú getr !« — —- En hátt uppi í
skýjunum stóð kyrkjan, og bjartleita konan á Sunnu-
hvoli stóð uppi í turninum og veifaði rauðgulum vasa-
klút í annari hondi, en sálmábók í hinni og sagði:
»Hingað færðu ekki að koma, fyrri en þú hefir af