Iðunn - 01.06.1884, Side 36
98 Björnstjerne Björnson :
segja. Sigrún vissi því ekki annað, en að vagninn
hefði oltið með f>orbjörn, svo að hann hefði orðið
að leita upp að Norðr-Haugi eftir til-hjálp, að Knúti
og honum hefði lent eitthvað saman og að þorbjörn
hefði meitt sig þar eitthvað; var henni sagt að
hann lægi, en það væri ekkert hættulegt. f>etta
voru þau ein tíðindi, að Sigrún fremr gramdist við
en hrygðist. Og því meira sem hún hugsaði um
þetta, því meir fólst henni hugr. Hversu fagrt
sem hann lofaði henni, skyldi hann samt haga sér
svo, að foreldrar hennar hefðu eitthvað út á að
setja. En alt um það hét hún því með sjálfri sér,
að þau skyldi ekkert að skilja.
f>að var fáförult upp að selinu og leið því á nokkru
áðr en Sigrún fékk önnur tíðindi. Henni féll þungt
óvissan og Ingiríðr kom ekki upp eftir aftr, svo að
eitthvað hlaut þó að vera á ferðum. Hún hóaði
nú ekki gripunum saman á kvöldin með eins lóttri
lund og hún hafði gjört, og á nóttuuni svaf hún illa,
af því að hún saknaði Ingiríðar. Af nætrvökunum
var hún þreytt á daginn, og varð lienni ekki léttara
i geði við það. Hún hafði búverk öll í selinu, þóg
sáld og kirnur, hleypti osti, setti upp í súrmjólk,
en það var eins og hún gjörði öll verk sín utan við
sig, og yngri bróðir f>orbjarnar og annar piltr, sem
ásamt honum gættu búsmalans, þóttust nú sjá með
vissu, að eitthvað lilyti að vera þeirra á milli Sig-
rúnar og f>orbjarnar, og varð þeirn oft tilrætt um
þetta í yfirsetunni. á dagiun.
f>að var nú orðið á liðið áttunda daginn frá því að
Ingiríðr var sótt heim, og var nú Sigrún í þyngra
skapi, en nokkru sinni áðr. Nú var liðinn svo langr
tími, og onn komu engin tíðiudi, Hiin hætti við