Iðunn - 01.06.1884, Page 40
102 Björnstjerne Björnson:
hvort hún kæmi ekki senn til sels aftr. Sigrún var
jafn-ófróð um það eins og móðir hénnar. »Já, svona
getr fyrir mönnum farið,« sagði Karen, og skildi
Sigrún fullvel, að það var ekki Ingiríðr, sem móðir
hennar átti við; hún vildi fegin hafa snúið talinu í
aðra átt, en hana brast uppburði til þess. »þann,
sem aldrei hefir drottin í hjarta sínu, þann hittir
reiðicnar hönd á stundum, þegar hann varir sízt,«
sagði Karen. Sigrún þagði. »Nei, það hefi ég oft
sagt, að úr þeim strák vorðr aldrei neitt. — En að
haga sér líka svona, svei, svei!«— þær sátu þarna
báðar á velliuum á fótum sér og horfðu niðr í dal-
inn; en þær horfðu ekki hvor á aðra. »Hofirðu
heyrt, hvernig honum Hðr?« spurði móðirin nú, og
leit snöggvast til hennar. — »Nei,« svaraði Sigrún.
»Hann kvað vera sáraumr,« sagði móðir hennar.
Sigrúnu fór að þrengja fyrir brjósti. »Er það þá
hættulegt?« spurði hún. — »0 jæja, það var nú hníf-
stungan í síðuna; — ja, hann var víst illa barinn
líka.« Sigrún fann á sór að hún blóðroðnaði; snéri
húu sér því þegar betr frá móður siuni, svo hún
skyldi ekki sjá framan í sig. »Ja, það er þó vonandi,
að það hafi ekki verri afleiðingar ?« spurði hún svo
rólega, sem hún gat; en móðir hennar hafði tekið
eftir, hvað þungt henni var orðið fyrir brjósti, og
svaraði þvf: »Og nei, vonandi er það nú.« En nú fór
Sigrúnu að gruna, að hér hlyti að vera einhver
mikill háski á ferðum. — »Liggr hann?« spurði hún.
— »Ja, þó það væri núl — það er sorglegt með for-
eldrana hans, þau vænu hjón. Og gott uppeldi
hefir hann fengið, eklci vantar það, svo drottinn
getr einskis krafið þau.« Sigrúnu varð nú svo þungt
um, að hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að