Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 44
106 Björnstjerne Björnson:
reis upp og hreifði sig nokkru neðar á veginum.
Fyrst datt henni í hug, að þetta kynni að vera óarga
dýr; hún staðnæmdist því og hélt niðri í sér and-
anum; þetta, sem niðri á veginum var, staðnæmdist
líka. Svo hóaði þessi skepna, og þekti hún þá á
röddinni að þetta var móðir hennar. það, sem Sig-
rúnu varð fyrst fyrir, var að leggjast niðr og fela sig.
Hún beið þannig góða stund til að vita, hvort móðir
hennar hefði þekt hana og snéri við aftr; en það
gjörði hún ekki. Svo beið hún enn lengr, svo að
móðir sín skyldi komast vel á undan sér. Svo þeg-
ar hún síðar hélt áfram leiðar sinnar, þá fór hún
hægt, og nú nálgaðist hún bráðum bæinn í Grenihlíð.
Henni fór aftr að verða þyngra um, er hún sá bæ-
inn, og ágerðist það meir og meir eftir því sem hún
kom nær. þar var alt hljótt, annboðin voru reist
upp við húsvegginn, það hafði verið höggvið brenni
og skíðin sett í hlaða, ogöxinni varhöggviðíhlaðann.
Hún gékk fram hjá hlaðanum og að dyrunum; þar
staðnæmdist hún enn þá einu sinni, litaðist um og
hleraði; en alt var hljótt. þegar hún stóð nú þarna
og var að hugsa sig um, hvort sér mundi nú vera
óhætt eða ekki að fara upp á loft til Ingiríðar, þá
flaug henni í hug, að það hefði nú verið svona nótt
eins og þetta, fyrir nokkrum árum, að þorbjörn hefði
farið yfir um og plantað blómin hennar í garðinum.
Hún var ekki sein að taka af sér skóna og læðast upp
stigann.
Ingiríði varð felmt við, er hún vaknaði og sá að
það var Sigrún, sem hafði vakið hana. »Hvernig
líðr honum?« spurði Sigrún í lágum hljóðum. Nú
áttaði Ingiríðr sig á öllu saman og bjóst til að fara á
fætr til að komast hjá að svara henni undir eins.