Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 47
Sigrún á Sunnuhvoli. 109
tenni og kysti hana nú aftr, og fann Sigrún tár
hennar heit og stór falla á andlit sér. Svo ýtti
Ingiríðr henni hœgt út úr dyrunum og lokaði þeim ;
því að hún hafði ekki kjark í sér til að sjá, hveruig
Sigrúnu yrði við. Sigrún gékk hœgt niðr stigann á
sokkunum ; en af því að henni var margt í huga, þá
varð heuni óvart að gjöra einhvern skarkala, og varð
henni bilt við, svo hún hljóp út úr ganginum, þreif
þar skóna sína og flýtti sér með þá í hendinni fram
hjá bæjarhúsunum, yfir völlinn og út að hliðinu; þar
staðnæmdist hún og setti upp skóna, hólt svo á fram
leiðar sinnar upp eftir og hraðaði sór, því að blóð
hennar var komið í hreifingu. Hún gékk smáraul-
andi og herti einlægt ganginn, svo að hún var þreytt
að lokum og varð að setjast niðr. þá mundi liún
eftir seðlinum.--------
Næsta morgun þegar fjárhundrinn fór að hafa sig
ú kreik og smaladrengirnir vöknuðu í selinu og mál
var lcomið að mjólka kýrnar og hleypa þeim út, var
Sigrúu ókomin enn.
Sveinarnir stóðu og vóru að býsnast yfir, hvar hún
gæti verið ; þeir sáu þoss merki, að hún hafði ekki
komið í rúm sitt alla nóttina — en í því kom Sigrvm.
Hún var föl mjög og fálát. Hvin mælti ekki orð frá
vörum, en fór að skamta piltunum og búa lit nesti
þeirra, og svo hjálpaði hún til að mjólka.
þokan lá enn á lægstu ásum ; það glitraði á dögg-
^Qa á lynginu um móbrúna heiðiua; það var fremr
kalt úti, og þegar hundarnir geltu, tók undir hver-
vetna umhverfis. Gripunum var nú slept út ;
kýrnar teygðu fram liausinn og bauluðu út í
loftið, og hver kýrin á fætr annari lagði af stáð
uf götur; en spölkoru frá selinu var fjárhundrinn og