Iðunn - 01.06.1884, Page 56
118
Björnstjerne Björnson :
Áttundi kapítuli.
Srla morguns, nokkrum vikum eftir þetta, bjóst
alt Sunnuhvols-fólkið til kyrkjuferðar; það átti
að ferma þann dag, og var það nokkru fyrr í ár, en
vant var1. Við slík tækifæri var vant að loka bæjar-
húsum öllum, því að allir skyldu þá til kyrkju fara.
Veðr var bjart um morguninn, enda þótt það væri
dálítið svalt og ekki lygnt í fyrstu, og kaus
fólkið því heldr að ganga til kyrkju en að aka ; það
leit út fyrir bezta veðr um daginn. Vegrinn lá fyrst
í sveig og svo fram hjáGrenihlíð og svo hægra meg-
in út eftir sveitinni og var rúmr fjórðungr mílu til
kyrkjunnar. Kornið var víðast skorið og sett á staur;
kýrnar vóru víðast hvar komnar af fjalli og géngu nú
tjóðraðar ; merkrnar vóru annaðhvort grænar í ann-
að sinn eða þá gráhvítar, þar sem jarðvegr var magr-
ari; umhverfis var skógrinn fjöllitr, björkin þegar
sjúk, öspin alveg gulbleik, reyniviðrinn með þurrum
skrælnuðum blöðum, en þroskuðum ávexti. það hafði
rignt ákaft í nokkra daga; smákjarrið fram með
götubarminum, sem annars var vant að vera fult af
sandryki, var nú nýþvegið og þjarflegt. En fjalla-
hlíðarnar þrumdu æ þungbúnari yfir sveitinni, því
meir, sem haustið, sem í hönd fór, afklæddi þær og
gjörði þær alvarlegri á svipinn ; en lækirnir í hlíðun-
um, sem varla höfðu sýnt lífsmark af sér nema endr
og sinnum alt sumarið, þeir veltust nú drambþrútnir
og skvettandi niðr hlíðarnar með miklum nið. Greni-
hlíðaráin var þyngri og stöðugri í rásinni, einkum
ij^Fermt er í Noregi_að áliðnu sumri.
hýð.