Iðunn - 01.06.1884, Síða 61
Sigrún á Sunnuhvoli. 123
Sunnuhvoli eruð oftast hálfum mánuði á undan
okkr.« — »Já, þá gætum við vel hjálpazt að,« sagði
Guttormr hægt og færði sig líka nær. Karen leit
snögt til hans. — »Annars getr nú margt komið fyrir,
sem orðið gæti til fyrirstöðu,« bætti hann við. »Já,
til getr það borið,« sagði Karen og færði sig úr spori
til hliðar, svo annað spor á hina hliðina, og loks í
sama stað aftr. — »0 jæja; það getr oft margt verið
manni til fyrirstöðu,« sagði Sæmundr og var
ekki laust við að honum stykki bros. — »það held
ég,« sagði Guttormr svo; en Karen hélt áfram:
»Mannlegr máttr nær skamt; drottins máttr er
meiri, vil ég vona; undir honum er alt komið.« —
»þ>að getr þó varla verið mjög á móti hans vilja, að
við hjálpumst að með uppskeru og hirðingu á Sunnu-
hvoli og Grenihlíð ?« — »Nei,« sagði Guttormr; »það
getr ekki verið honum á móti,« og leit hann alvar-
léga til konu sinnar. Hún vék nú talinu að öðru.
Hér er margt fólk við kyrkju í dag,« sagði hún ;
»það er gleðilegt að sjá fólk sækja svo vel guðs-hús.«
þetta tók enginn undir fyrst; loks sagði Guttormr :
»Já, ég held að kyrkjuræknin sé að aukast; það eru
fLeiri við kyrkju nú, en í mínu ungdæmi.« — »0 jæja;
— fólkið fjölgar líka,« sagði Sæmundr.— »það er nú
líklega margr á rneðal þeirra, og það ef til vill mestr
hlutinn, sem einvörðungu kemr hingað af vana,«
sagði Karen. — »Unga fólkið, ef til vill,« sagði Ingi-
björg. — »Unga fólkið langar nú til að hittast,« sagði
Sæmundr.---------»Hafið þið heyrt, að prestrinn okkar
ætlar að sækja burt ?« sagði nú Karen, til að
vekja enn máls á nýju umtalsefni. »það er leiðin-
legt,« sagði Ingibjörg; »hann liefir bæði skírt og fermt
börnin mín.« — »þú vildir líklega að hann gæfi þau