Iðunn - 01.06.1884, Qupperneq 63
Sigrún á Sunnulivoli. 125
óvænt, varð hún náföl. ]pað augnaráð stóðst Knútr
ekki; reis haun frá veggnum til að hafa sig burt.
En hann var ekki kominn nema fá fótmál, þegar
hann hann sá fjögr andlit stara öll á sig í einu ; það
vóru þau Guttormr og Karen kona hans, Ingiríðr
og þorbjörn. það kom eins og fát á hann, svo að
hann gékk beint að þeim, og áðr en hann vissi af,
stóðu þéir augliti til auglitis þorbjörn og hanu; það
var eins og hann ætláði undir eins að víkja sór und-
an, en fieira fólk var þá að flykkjast þar að, svo að
það var ekki svo auðgjört. þotta var á steinhell-
unni, sem liggr fyrir framan dyrnar á Fögrulilíðar-
kyrkjunni; á þröskuldinum í fordyrinu haföi Sigrún
staðnæmzt og Sæmundr þar innar af ; þau stóðu
hærra en fólkið úti, sáu því allir þau, og þau alla.
Sigrún hafði gleymt öllu umhverfis sig, starði á þor-
björn, Sæmundr og hans kona líka, og eins Sunnu-
hvols-hjónin og Ingirfðr. þorbjörn fann það á sér,
og stóð eins og jarðfastr í sömu sporum ; en Knútr
hugsaði með sér, að hór yrði eitthvað að gjöra, og
svo rótti hann höndina lítið eitt fram, en sagði ekk-
ert. þorbjörn rétti og höndina dálítið fram, en ekki
svo að þeir næðu saman. »þakka þér fyrir-------------«
byrjaði Knútr, en fanst svo þetta vera ekki við-eig-
andi kveðja hór og hopaði því á liæl eitt fótmál.
þorbirni varð litið upp og til Sigrúnar; hún var náföl
í framan. Hann steig þá langt fótmál fram að
Knúti, tók fastlega í hönd honum og sagði, svo að þeir
lieyrðu, sem næstir stóðu: »þakka þér fyrir síðast,
Knútr ; við getum—báðir hafa haft gott af því.«
það rumdi eitthvað í Knúti, einna líkast hixta,
og það var eins og hann ætlaði tvisvar eða þrisvar
að reyua að segja eittlivað; en það varð ekkert úr