Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 66
128 Björnstjerne Björnson:
víst her, sem við áttum að bíða,« sagði Ingiríðr
þegar þær vóru komnar fram hjá stórum krók, sem
á veginum var, og inn í þéttan skóg. — »Hann hefir
langan krók að fara,« sagði Sigrún. — #Ég er kom-
inn!« sagði þorbjörn og reis upp bak við stóran stein.
Hann var nú búinn að hugsa sér alt, sem hann
ætlaði að segja, og það var meira en lítið; en í dag
fanst honum sér mundi ekki veita það erfitt, því
að nú vissi faðir hans um þetta og var þess fýsandi;
það þóttist hann geta ráðið af því, sem hann varð
áskynja við kyrkjuna í dag. Svo mikið hafði hann þráð
hana alt sumarið, að hann þóttist nú viss um, að
sér yrði hægra um að koma fyrir sig orði, en sér
hefði áðr verið. »það er bezt að við förum skóg-
stíginn,« sagði hann; »hann er styttri.« þær sögðu
ekkert, en fylgdu honum. þorbjörn hugsaði sér nú
að yrða á Sigrúnu, en fyrst ætlaði hann að bíða,
þangað til þau væru komin upp brekkuna ; svo ætl-
aði hann að geyma það, þangað til þau væru komin
yfir mýrina þar rótt hjá; en þegar hann var kominn
yfir um hana, fanst honum réttast að fresta því,
þangað til þau væru komin inn í þykka skóginn
skamt fram undan þeim. Ingiríði þótti þau vera
æði-sein að komast á lagið og hægði því á sér, svo
að hún drógst smásaman aftr úr, þar til hún var
orðin svo langt á eftir, að hún var nærri úr augsýn ;
Sigrún lézt ekki taka eftir því, en fór að smá-tína
ber og ber, sem spruttu rétt á götubakkanum.
það er þó undarlegt, að ég skuli ekki geta komið
fyrir mig orði, hugsaði þorbjörn með sér, og sagði svo:
#það varð ljómandi veðr samt í dag.« — »Já,« svaraði
Sigrún. Og svo géngu þau spölkorn onn ; liún tíndi
ber, og hann gékk við lilið heuni. — »það var vel