Iðunn - 01.06.1884, Síða 80
142 Björnstjerne Björnson: Sigrún á Sunnulivoli.
að hún kæmist fram til þeirra. — »Og guð blessi þig
fyrir það, að þú drógst hann yfir til þín,« sagði hún
við Sigrúnu, lagði hönd um háls henni og klappaði
henni; »þú varst alt af trygg og stöðug, barnið mitt;
og svo fór þó alt, eins og þú vildir.« Og hún klapp-
aði henni á kinnina og á hárið ; tárin runnu ofan
eftir kinnunum á henni ; hún skeytti því engu, en
þerði vandlega tárin af Sigrúnu. — »Já, það er vask-
leikspiltr, sem þú fær,« sagði hún svo, »og nú fyrst
er ég óhult um hann,« — og lmn faðmaði Sigrúnu
enn einu sinni að sér. — »Iíórling mín veit moira
heima í eldhúsi sínu,« sagði Sæmundr, »heldr ert við,
sem eigum í öllu saman.«
það stöðvaðist nti smám saman grátrinn og við-
kvæmnin. Húsfrcyja fór að hugsa fyrir kvöldverði,
og bað Ingiríði vesling að hjálpa sér, »því að Sigrún
mun ekki vera mikið fyrir að starfa í kvöld.« Og
svo fóru þær báðar að elda rjómagraut. Karlarnir
fóru að tala um uppskeruna og hvað annað, sem
fyrir féll. þorbjörn hafði sczt út við glugga, og
læddist Sigrún þangað til hans og lagði höndina á
öxlina á honum. »A livað ertu að horfa ?« hvíslaði
hún að honum. — Hann loit við og horfði longi
blíðlega á hana, leit svo út aftr. »Ég er að horfa
yfir að Grenihlíð,« sagði hann ; »það er svo undar-
legt að sjá hana héðan.«
[þýtt hefir Jún Ólafsson].'
i) Yísuna á 14. bls. liefir Valdimar Ásmundarson að inestu
leyti þýtt.—Klvæðið á 110.—111. bls. hefir Steingrimr Tlior-
steinson þýtt að mestu leyti. J. 0.