Iðunn - 01.06.1884, Side 93
155
L’Arrabiata.
spöl undan landi, rann sólin upp og var veður hið
fegursta.
#Hvað ertu með í pynklinum þínum, barnið mitt ?«
mælti prestur.
»Silki, þrílð og brauð, faðir. Jóg á að selja silkið
konu í Gapri, sem býr til bönd, og þráðinn annari«.
»Hefirðu spunnið þráðinn sjálf?«
#Já, faðir«.
»jþú hefir líka lært að búa til bönd, ef mig minnir
rjett«.
»Já, herra; en mamma er nú orðin svo slæm aptur,
að jeg má ókkert vera að heiman, en við höfum ekki
efni á að eignast vefstað sjálfar«.
»Br hún nú orðin lakari aptur, vesalingur! þegar
jeg kom til ykkar um páskana í vor, var bún þó á
fótum«.
»Hún er ætíð lökust á vorin. Hún hefir orðið að
liggja í rúminu allt af síðan mikla veðrið var og
landskj álptarnir«.
»þú mátt aldrei láta af að biðja hina heilögu mey
að hjálpa henni. Og vertu góð og iðin, barnið mitt,
svo þú verðir bænheyrð«.
Prestur vekur aptur máls eptir litla stnnd og segir:
‘þegar þú komst áðan niður að sjónum, kölluðu þeir
til þfn : góðan daginn, L'Arrabíata ! Af hverju köll-
uðu þeir þig það? f>að er ekki neitt fallegt nafn
fyrir kristna stúlku, sem á að vera bljúg og hógvær«.
Stúlkan blóðroðnaði út undir eyru og brann úr aug-
unum. »J>eir draga spje að mjer, af því að jeg dansa
aldrei og læt ekki munninn vaða, eins og hinar. þeir
ættu að láta mig vera 1 friði; jeg geri þeim ekki neitt«.
»En þú gætir vanið þig á að vera dálítið þýðari í
viðmóti. Lofum þeim að dansa og syngja, sem lífið