Iðunn - 01.06.1884, Síða 98
160 Paul Heyse:,
að henni þótti svo vænt umhann. Ef mannier svoleiðis
háttað, þegar manni þykir vænt um einhvern, að það
tekur fyrir munninn á manni, þegar maður ætti að
kalla á hji'ilp, og gjörir mann ráðalausan gegn því, sem
er verra en það sem versti óvinur manns getur gert
manni, þá vil jeg aldrei leggja ást við nokkurn mann«.
»Jeg segi þjer satt, að þú ert barn og veizt ekki
hvað þú fer með. Og annars spyr hjartað þig hreint
ekki um, hvort þú vilt eða vilt ekki, þegar þinn
tími kemur; þá dugar þjer ekki hót þetta sem þú
hefir nú tekið í þig«. Eptir litla þögn bætti hann
við : »Og leizt þjer annars svo á málarann frá Nea-
pel, að hann mundi verða slæmur við þig ?«
»Hann setti upp sömu augun og hann faðir minn
heitinn, þegarhann var að biðja mömmu fyrirgefn-
ingar og vildi taka hana í fang sjer og friðmælast
við hana. |>au augu kannaðist jeg við undir eins-
Jeg minntist þess, að svoleiðis augu getur líka sá
haft, sem ber konu sína, þá konu, sem aldrei hefir
gert honum neitt til miska,—og það fór hrollur unr
mig, þegar jeg sá þessi augu aptur«.—Að svo mæltu
þagnaði hún og sat lengi hljóð. Prestur þagði líka.
Hann mundi reyndar ýmsa fallega ritningarstaði,
sem hann hefði getað brýnt fyrir hinni ungu stúlku ;
en honum varð litið til sjómannsins fram í og sá, að
hann fór að verða órór, þegar á leið skriptajátningu
stúlkunnar, og því hugsaði hann með sjer að það
væri líklega rjottara að sleppa því.
Að tveimur stundum liðnum voru þau komin út í
oyna. Antoníó óð ineð prcstinn í land á bakinu
upp voginn og sctti hann niður á klöppina moð hægð
og lotningu. En Laurella hafði ekki viljað bíða
þess að hann kæmi aptur eptir sjer. Hún bretti