Iðunn - 01.06.1884, Síða 102
I
164 Paul Heyse :
inum. Hann kvaddi gestinn vingjarnlega, settist á
bekkinn hjá honum og tók að skrafa við hann út í
alla heima og geima undir eins. I því bili sem kona
hans kom með aðra flöskuna af ófölsuðu Capri-víni,
heyrðist fótatak í sandinum. jpar var Laurella kom-
in aptur frá Anacapri. Hún kastaði lauslegri kveðju
á þá sein fyrir voru og nam staðar, eins og hún væri
á báðum áttum.
Antoníó spratt upp. »Jeg verð að fara«, mælti
hann. »það er stúlka frá Sorrentó, sem varð prest-
inum samferða hingað í morgun, og sem verður að
vera komin heim aptur fyrir kvöldið, af því að móð-
ir hennar er veik«. ■—»Jæja, það er langt til kvölds
enn«, sagði húsbóndinn; »hún hefir nógan tíma til
að drekka eitt glas af víni. Heyrirðu, kona! komdu
með eitt glas enn !« —»Jeg þakka; ekki handa mjer«, f
mælti Laurella og stóð kyr álengdar. — »Helltu bara
í glasið, kona, láttu bara í glasið; það ór ekki,
en hún vill láta ganga eptir sjer«.
»Látið hana ráða«, sagði Antoníó; hún vill fara
sínu fram. það sem hún einu sinni vill ekki, það
getur enginn fengið hana til«. — þar með kvaddi
hann i snatri, hljóp niður að bátnum, losaði festina,
og stóð svo og beið eptir Laurellu. Hún kvaddi
húsbóndann lauslega, og geklc svo hikandi niöur að
bátnum. Fyrst litaðist hún um í ýmsar áttir, eins
og hún byggist við að fleiri mundu verða með í land.
En þar var engan að sjá í nánd. Fiskimennirnir (
sváfu sumir, sumir voru úti á sjó með net sín, nokkr-
ar konur og börn sátu úti og voru að spinna eða
sváfu, og aðkomufólkið, sem lcornið hafði um morg-
uninn, beið þangað til meira liði á daginn og loptið
yrði svalara. Hún hafði og eigi laugan tíma til að