Iðunn - 01.06.1884, Síða 107
L’Arrabíata.
169
verður að vera annaðhvort hrátt eða soðið«, mælti
hann og hafði nokkuð lægra. »|>að or nóg rúm fyrir
okkur bæði á mararbotni. Jeg get ekki að því
gjört« — þettasagði hann í meðaumkunarrómi og eins
og í leiðslu—»við megum til að fara þangað bæði, og
í einu, og það núna!« 'þessi síðustu orð sagði hann
eins og í bræði og hvessti röddina, og þreif allt í
einu utan um hana. En í sömu svipan kippti hann
að sjer hægri hendinni. Hún hafði bitið hann, svo
að blóðið vall út úr.
«Svo jeg á að gjöra eins og þjer þóknast«, hrópaði
hún upp og hratt honum frá sjer snarpléga. »Við
skulum vita, hvort jeg er á þínu valdi!« —Hún henti
sjer jafnskjótt útbyrðis og sökk. Henni skaut skjótt
upp aptur. Fötin lögðust fast að líkamanum. Sjór-
mn hafði losað um hárið og liðuðust lokkarnir niður
um hálsinn. Hún þagði eins og steinn, greip til
sunds og var að vörmu spori komin spölkorn frá
bátnum og stefndi til lands. Antoníó hafði orðið
svo mikið um, að hann stóð agndofa í bátnum og
naumast með fullu ráði. Hann laut út yfir borð-
stokkinn og blíndi á eptir henni, eins og hann sæi
eitthvað yfirnáttúrlegt. Síðan rankaði liann allt í
einu yið sjer, þreif til áranna, og rjeri á eptir henni
af öllu þyf afli, sem hann hafði til. Blóðið fossaði
úr hendinni, svo að austurrúmið varð allt rautt.
Hann var á svipstundu kominn jafnhliða stúlkunni
& sundinu, þótt henni skilaði furðu vol áfram. »J
uafui hinnar heilögu meyjar«, hrópaði hann, »komdu
upp í bátinn. Jeg var viti mínu fjær; jeg skil ekk-
ert í þyí sjálfur, hvað það var, sem vjelaði úr mjer
vitið. |>að þaut í höfuðið á mór eins og olding, svo
jeg vissi ekki hvað jeg gjörði eða sagði. j?ú skalt