Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 112
174
Paul Ileyse :
fyrirgefningu; þú hefir verið góð við mig, og jeg
þakka þjer fyrir það. Farðu nú heim að sofa, og
þarna, — þarna er klúturinn þinn«. Hann rjetti
henni klútinn, en hún stóð kyr í sömu sporum og
var eins og hún œtti örðugt með að ráða við sig.
Loks sagði hún : »þ>ú hefir líka misst treyjuna þína
mín vegna, og jeg veit, að peningarnir fyrir aldinin
voru innan í henni. það ílaug allt saman í huga
minn þegar jeg var á leiðinni upp eptir og ekki fyrri.
Jeg get ekki bætt þjer það undir eins, því við éig-
um ekkert til, og þó svo væri, þá ætti hún mamma
það en ekki jeg. En hjerna er silfurkrossinn, sem
málarinn lagði á borðið, þegar hann kom til okkar
síðast. Jeg hefi ekki litið á hann síðan og hirði
ekki um að hann liggi í öskjunni minni lengur. Ef
þú seldir hann — mamma segir að hann sje nokk-
urra pjastra virði—, þá fengirðu líklega bætt það
sem þú hefir misst, og ef eitthvað vantar á, þá reyni
jeg að vinna mjer það inn með því að spinna á
næturnar, þegar mamma sefur«, —»Jeg tek ekki við
neinu«, sagði hann, og stjakaði hcndinni við kross-
inum, sem hún hafði tekið upp úr vasa sínum, fagur-
gljáandi. »f>ú skalt taka við honum«, mælti hún. »Hver
veit hvað longi höndin kann að baga þig, svo þú getir
ekkert unnið þjer inn. þarna liggur hann, og jeg vil
aldrei sjáhann fyrir augunum á mjor framar«. — »þá
er ekki annað en að kasta honum í sjóinn«. — »þú
sjer sjálfur, að jeg er ekki að bjóða þjer neina gjöf;
þetta er ekki annað en það sem þú átt méð öllum
rjotti«. — »Með öllum rjetti? Jeg hefi lireint engan
rjett til að taka við nokkrum hlut af þjer. Ef við
hittumst einhvern tíma aptur, þá gerðu það fyrir
mig að líta ekki á mig, til þess að það rifjist ekki