Iðunn - 01.06.1884, Side 114
17(> Pnul Heyse:
sem þú sagðir áðan, til þéss að freista mín, eða af
því að þú kennir í brjósti um mig, þá farðu, og jeg
skal reyna að gleyma því líka. þú'skalt ekki ímynda
þjer, að jeg eigi þetta að þjer, af því þú veizt, að jeg
líð þín vegna«.
»Nei«, sagði hún, og horfði framan í hann með
augun full af tárum ; »jeg elska þig, og hefi lengi ótt-
azt, að svona mundi fara, hefi óttazt þessa stund
og streyzt á móti því. En nú verður það allt saman
að verða öðru vísi en jeg ætlaði; jeg get ekki risið
undir því að horfa á þig, þegar þig ber fyrir mig.
Já, og jeg ætla að kyssa þig, til þess að þú gétir sagt
við sjálfan þig, þegar efablendnin kviknar í þjer
aptur : Hún hefir kysst mig, og Laurella kyssir ekki
aðra en þann, sem hún ætlar sjer að eiga«. Hún
kyssti hann þrisvar, sleit sig síðan úr fanginu á hon-
um og sagði: »Góðar nætur, elskan mín. Farðu nú
að hvíla þig og vertu ekki að fylgja mjer, því nú ótt-
ast jeg engan mann framar«.
Hixn hoppaði út úr dyrunum oghvarf fyrir vegginn.
En hann sat lengi og horfði út um gluggann, út yfir
sjóinn, sem stafaði í og stjörnurnar lauguðu sig í
þúsundum saman, hljóðar og þögular.—
|>egar presturinn kom út úr skriptastólnum næst,
þar sem Laurella hafði kropið á knje lengi, ljek hægt
gleðibros um varir hans. »Hver mundi hafa trúað
því«, sagði hann við sjálfan sig, »að Guð miskunaði
sig yfir þetta undarlega hjarta svona fljótt- ? Og jog>
sem var jafnvel farin að ásaka sjálfan mig fyrir að
jeg tók ekki betur ofan í lurginn á henni fyrir ein-
þykknina í henni. En augu vor oru skammsýu gagU'
vart stjórn Drottins. Nú uú, lianu blessi þau þá og