Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 124
186 Hjalmar Edgren :
allan þann viðrbúnað, sem kostr var á og föng vóru
til. Fregnin um ósigr vorn á Hampton Eoad hafði
ílogið sem elding með málþráðunum um öll Banda-
ríkin og norðanmenn báru mikinn kvíðboga fyrir
morgundeginum. Var eigi annað sýnna, enn að
’Merrimac’ og ið aukna herskipalið óvina vorramundi
vinna kastalann Fort Monroe, og gjöreyða flutninga-
flota vorn, er lá í skjóli við kastalann, og yrði þann-
ig að engu herferð sú, er vér höfðum ráðið að fara.
f>á mátti og búast við, að óvinir vorir mundu halda
norðr eftir, leggja leið sína inn í Potomac-fljótið,
vinna Washington og sigra oss norðanmenn að fullu.
Hér var úr vöndu að ráða. Norðanmenn áttu ekkert
það herskip, er mœtt gæti Merrimac’ í orrustu.
jpeir höfðu engin járnskip. I ágústmánuði 1860
hafði hermálaráðherra norðanmanna heitið verðlaun-
um fyrir brynskip, enn énginn hafði enn orðið til
þess að smíða það. Auðugr kaupmaðr einn í New
Haven, að nafni Bushnell, hafði að vísu lengi haft
þau ráð með höndum og sjálfr látið gera líki af
brynskipi. Hann hafði nú eigi als fyrir löugu farið
til New York til að ráðfœra sig við þjóðhagann Jón
Eiríksson. Sýndi hann honum skipslíkan sitt, enn
Jóni þótti því í ýmsu ábótavant. Sýnir hann þvf
næst Bushnell annað skipslíkan, er hann kvaðst
hafa unnið að í 20 ár og hefði hann fyrir nokkurum
árum boðið það bæði Ameríkumönnum og Frökkum.
Bushnell leizt mjög vel á fyrirmyndina, og fór hann
með hana og uppdrætti þá, er henni fylgdu, til Wash-
ington og fékk í hendr nefnd, er átti að kynna sér
mál þetta.
Nefndarmönnum þótti skipsmyndin furðuleg, er
hún var mjög ólík öllum herskipum, er þá gerðust, og