Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 126
188 Hjalmar Eilgren:
við hlið þess. Var nú margt talað um aðkomuskipið
og ýmsar getur leiddar um það. Var mönuum sízt
að skilja, hvað smásnekkja sú vildi, og œtluðu flestir
lítið lið að henni vera.
Niunda dag marzmúnaðar í býti stóðum vér hóp-
um saman við fallbyssur vorar og horfðum yfir að
Sewalls-tanga. Veðr var ið blíðasta, enn ekkert
sást fyrir þoku. Enn er rofaði, sjáum vór livar
þrjú skip koma fram úr þokunni; þykjumst vér nú
vita, að þar muni til tekið, er frá var horfið um
kveldið, og að orrusta muni hafin af nýju. (Merri-
mac’ brunar fram og lætr sér eigi bilt við verða
skot vor. Allir vóru nú milli vonar og ótta, og
varð flestum starsýnt á ^Merrimac’. »Enn hvað
mundi því valda, að hann fer svo ódjarflega? Eigi
mundi hann óttast þessa smásnekkju, er liggr við
hliðina á ^Minnesota’ og ber varla borð yfir sjó«.
jþetta töluðu menn í virkinu. f>eir, sem eigi vissu
fyrir komu .Monitors’, héldu jafnvel, að þetta væri
vígvél á floti, gerð til þess, að sprengja ,Mmne-
sota’ í loft upp, éða að öðrum kosti friðbeiðsluskúta
frá mönnum vorum, og værim vér þá sviknir í hendr
fjandmanua vorra af ragmensku foringjanna.
Enn það var ^Monitor’, sem komið hafði um nótt-
ina, og var girðr megingjörðum og búinn til orrustu
við .Merrimac’. Vér sjáum nú blossa, og heyrum
fallbyssuskot frá ,Monitor’, og þá þurfum vér eigi
framar að sökum að spyrja. Hefst nú in ákafasta
orrusta milli ^Monitors’ og ^Merrimacs’ og sér ekki
í skipin fyrir reykjarmekki, enn oldingarnar þjóta
og loftið skelfr fyrir fallbyssudyninum. Kíilurnar
þjóta í sífellu og veita báðum skipunum mörg högg